Bæjarráð

1021. fundur 25. júní 2018 kl. 08:05 - 10:07 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Suðurtangi - umhverfismál - 2018060058

Brynjar Þór Jónasson, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson mæta til fundar bæjarráðs til að ræða umhverfismál á Suðurtanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja kraft í tiltekt á Suðurtanga.
Guðmundur M. Kristjánsson og Kristján Andri Guðjónsson yfirgefa fundinn kl. 8:39.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05
  • Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 08:05
  • Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar - mæting: 08:05

2.Hesteyri, þjónustuhús - deiliskipulag - 2018060060

Lagt fram bréf Kristínar Óskar Jónasdóttur og Ólafs A. Jónssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 17. maí sl., þar sem óskað er eftir því að unnið verði deiliskipulag fyrir Hesteyri svo hægt verði að byggja þar þjónustuhús næsta vor.
Bæjarráð vísar erindinu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

3.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Davíðs Kjartanssonar, f.h. Hábrúnar ehf., dagsett 7. júní sl., þar sem vakin er athygli á tillögum að matsáætlunum vegna fiskeldis Hábrúnar í Ísafjarðardjúpi. Frestur til að skila athugasemdum er til 25. júní nk.
Bæjarráð vísar erindinu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

4.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Tillaga 1020. fundar bæjarráðs frá 13. júní sl., um að bæjarstjórn taki ákvörðun um töku tilboðs vegna byggingar fjölbýlishúss að Sindragötu 4a.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórn samþykkir töku tilboðs Vestfirskra verktaka í verkefnið "Sindragata 4a, fjölbýlishús". Liðurinn "líkamsræktarstöð" í fjárfestingaráætlun verður lækkaður um 130 milljónir á móti kostnaði við verkið. Viðauki verður lagður fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja reglur um aldurstakmark íbúa að Sindragötu 4a.

5.Göngustígar 2018 - 2018010003

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 21. júní 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Búaðstoð ehf. um gerð göngustíga 2018.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, þar sem lagt er til að farið verði í stíg 1, en að stíg 2 og 3 verði frestað til 2019. Bæjarráð samþykkir að samið verði við Búaðstoð að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

6.Skólalóð Grunnskóla Önundarfjarðar - 2018050070

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 21. júní 2018, þar sem lagt er til að tilboði í endurgerð skólalóðar Grunnskóla Önundarfjarðar verði hafnað.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að hafna tilboði í endurgerð skólalóðar Grunnskóla Önundarfjarðar.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9:33.

7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099

Tillaga 1018. fundar bæjarráðs frá 29. maí sl., um að samþykktur verði viðauki vegna breytinga á fjárhagsáætlun skíðasvæðis.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka vegna fjárhagsáætlunar skíðasvæðisins.

8.Stafræn smiðja (Fab Lab) - 2011100054

Kynnt eru drög að samningi um starfsemi Fab Vest, stafrænnar smiðju á Ísafirði, en um er að ræða breytt rekstrarsnið frá því sem verið hefur hingað til. Framlag Ísafjarðarbæjar verður í samræmi við fjárhagsáætlun.
Bæjarráð tók samningsdrögin fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og vísaði þeim til fræðslunefndar. Bæjarráð óskaði eftir því að fræðslunefnd taki ákvörðun um það hvort verkefnið eigi að vera forgangsverkefni í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Á 393. fundi fræðslunefndar 21. júní sl., samþykkti nefndin verkefnið.
Samningsdrögin liggja því fyrir að nýju til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samning um starfsemi Fab Vest og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

9.Orkukostnaður á Tanga - 2018060043

Lagt fram bréf Finneyjar Rakelar Árnadóttur og Dagnýjar Arnalds f.h. Tónlistarskóla Ísafjarðar, dagsett 13. júní sl., þar sem óskað er eftir endurskoðun á því hvernig haga beri sameiginlegum orkukostnaði Tónlistarskólans og leikskóladeildarinnar Tanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá endurskoðun á sameiginlegum orkukostnaði í samráði við Tónlistarskólann.

10.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066

Tillaga 393. fundar fræðslunefndar frá 21. júní sl., um að samþykkja breytingar á reiknilíkani fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum og málinu frestað.

11.Reglur um skólaakstur í grunnskólum - 2018020058

Á 393. fundi fræðslunefndar, 21. júní sl., samþykkti fræðslunefnd drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Tillaga um að bæjarráð samþykki reglurnar.
Bæjarráð samþykkir drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum með þeim fyrirvara að settar verði stífari ákvæði um öryggisbúnað, þar með talið öryggisbelti, fjórhjóladrif og neyðardyrabúnað.

12.Melrakkasetur - aðalfundur 2018 - 2018060025

Kristján Andri Guðjónsson sat aðalfund Melrakkaseturs Íslands ehf. 16. júní sl., þar sem hann var kjörinn í stjórn setursins með þeim fyrirvara að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar geti tilnefnt annan fulltrúa ef vilji stendur til þess.

Lagður fram ársreikningur Melrakkasetursins og skýrsla um starfsemina fyrir árið 2017.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að Kristján Andri verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar í stjórn Melrakkaseturs Íslands ehf.
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn undir þessum lið kl. 9:54.

13.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 14. maí sl., ásamt umsókn Guðríðar Guðmundsdóttur f.h. GentleSpace, vegna rekstrarleyfis gistiheimilis í flokki II. að Mjallargötu 1. Ísafirði.

Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 13. júní sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 11. júní sl., og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 15. maí sl.
Með vísun til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa veitir bæjarráð ekki jákvæða umsögn um umsókn um rekstrarleyfi þar sem breytt notkun húsnæðis kallar á umsókn um byggingaleyfi.

14.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 14. maí sl., ásamt umsókn Guðríðar Guðmundsdóttur f.h. GentleSpace, vegna rekstrarleyfis gistiheimilis í flokki II. að Túngötu 20, Ísafirði.

Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 13. júní sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 11.06.2018 og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 15.05.2018.
Með vísun til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa veitir bæjarráð ekki jákvæða umsögn um umsókn um rekstrarleyfi þar sem breytt notkun húsnæðis kallar á umsókn um byggingaleyfi.

15.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 12. apríl sl., ásamt umsókn Árna Þ. Árnasonar f.h. Massa Þrifa ehf., vegna rekstrarleyfis gistiheimilis í flokki II. að Tangagötu 10a, Ísafirði.

Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 20. júní sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 03.05.2018 og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 01.06.2018.
Með vísun til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa veitir bæjarráð ekki jákvæða umsögn um umsókn um rekstrarleyfi þar sem breytt notkun húsnæðis kallar á umsókn um byggingaleyfi.
Daníel Jakobsson mætir aftur til fundarins kl. 10:02.

16.Fræðslunefnd - 393 - 1806015F

Fundargerð 393. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 21. júní sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:07.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?