Bæjarráð

1017. fundur 14. maí 2018 kl. 08:05 - 08:52 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir formaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2019.
Umræður fóru fram um gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2019.

2.Vetrarþjónusta á Ingjaldssandi - 2017120067

Lagt fram bréf Sigurbergs Björnssonar og Írisar Huldar Christersdóttur, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 4. maí sl., og varðar fjármagn til vetrarþjónustu á Ingjaldssandi, sem Ísafjarðarbær gerði athugasemd við 26. mars sl. Ráðuneytið telur ekki forsendur til þess að rýmka gildandi þjónustureglur.
Jafnframt lagt fram bréf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dagsett 3. maí sl., þar sem ráðherra tilkynnir að hann veiti kr. 240.000,- af ráðstöfunarfé sínu til vetrarþjónustu á Ingjaldssandi.
Lagt fram til kynningar.

3.Ársfundur Orkubús Vestfjarða 2018 - 2018050037

Lögð fram tilkynning Orkubús Vestfjarða um opinn ársfund sem haldinn verður 15. maí nk. Tilkynningin barst með tölvupósti 9. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028

Kynnt drög að uppbyggingarsamningi við Hestamannafélagið Hendingu 2018.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að gera breytingar á tillögu Hendingar að uppbyggingasamningi vegna uppbyggingar á reiðvelli í Engidal.

5.Fundargerðir 2018 - Fjórðungssamband Vestfirðinga - 2018010033

Lagðar fram fundargerðir stjórnarfunda Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 20. apríl, 30. apríl og 2. maí sl. Fundargerðirnar bárust með tölvupósti 7. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis. - 2017010043

Lögð fram fundargerð hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis frá 2. maí sl. Fundargerðin barst með tölvupósti 7. maí sl.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að göngustígur milli efra og neðra Holtahverfis verði settur í framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar.

7.Fræðslunefnd - 391 - 1805007F

Fundargerð 391. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. maí sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Hafnarstjórn - 198 - 1805010F

Fundargerð 198. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 11. maí sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 - 1804027F

Fundargerð 498. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. maí sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki verði breytingar á landnotkun í Reykjanesi og skal landnotkun í Aðalskipulagi Súðavíkurhrepps, miðast við þá starfsemi sem fyrir er. Nefndin telur að endurskoða þurfi fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi Reykjaness. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði endurskoðað. • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ólafur Kristjánsson, fái lóð við Ártungu nr. 3, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • 9.7 2014090004 Deiliskipulag - Mjósund
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 498 Nefndin leggur til að unnin verði heildarsýn fyrir svæðið frá Njarðarsundi og upp að Sólgötu, þar sem horft verður til verndarsvæðis í byggð og skýrsla Pollnefndar verður höfð til hliðsjónar. Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir verkefninu í næstu fjárhagsáætlunargerð, jafnframt leggur nefndin til við bæjarstórn að heimila skipulagsvinnu.

Fundi slitið - kl. 08:52.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?