Bæjarráð

1015. fundur 30. apríl 2018 kl. 08:05 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir formaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Daníel Jakobsson aðalmaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071

Lagður fram tölvupóstur Ómars Ingþórssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 3. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar frummatsskýrsla um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1012. fundi sínum 9. apríl sl., og vísaði til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd. Nefndin tók erindið fyrir á 497. fundi, 25. aprí sl., og bókaði eftirfarandi:

„Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að frummatsskýrsla Arctic Sea Farm uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. Engu að síður bendir nefndin á að nýtingaráætlun Arnarfjarðar 2012-2024 gerir ekki ráð fyrir kvíaeldi á svæðinu milli Hvestudals og Bíldudals.“
Bæjarráð tekur undir álit skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.Umsókn um lóð - Ártunga 2 - 2018040033

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Einar Byggir ehf. fái lóð við Ártungu 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Tungubraut er vísað til bæjarráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðargjalda við Tungubraut 2-10, í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá 14. júlí 2017 um niðurfellingu gatnagerðargjalda. Miðað er við að framkvæmdum ljúki fyrir 1. maí 2020. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum ekki fyrir 1. maí 2020 fellur lækkunin niður.
Axel R. Överby yfirgefur fundinn kl. 08:41.

Gestir

 • Axel R. Överby - mæting: 08:38
 • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:20

3.Tungubraut gatnagerð 2018. - 2018030071

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 27. apríl 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Búaðstoð ehf. um verkið "Gatnagerð á Ísafirði, Tungubraut".
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Búaðstoð ehf. um verkið "Gatnagerð á Ísafirði, Tungubraut" að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

4.Sindragata 4a - tilboð í jarðvinnu og kostnaðaráætlun - 2016100023

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 20. apríl sl., þar sem lagt er til að samið verði við Búaðstoð ehf. um verkið, Sindragata 4a, jarðvinna. Einnig kynnt minnisblað sviðsstjóra og kostnaðaráætlun fyrir fjölbýlishúsið að Sindragötu 4a.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Búaðstoð ehf. um verkið "Sindragata 4a, jarðvinna" að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

5.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Umræður um gjaldskrár, fjárfestingar og viðhald. Farið verður yfir helstu þætti og forsendur og kynntur mögulegur fjárfestingarammi 2019, komi ekki til lántöku. Bæjarfulltrúum boðið að mæta til fundarins undir þessum lið. Umræður hefjast klukkan 9:00. Sviðsstjórar sitja fyrir svörum ásamt bæjarstjóra.
Umræður fóru fram.
Margrét Geirsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Brynjar Þór Jónasson yfirgefa fundinn kl. 9:50.

Gestir

 • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:18
 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 09:18
 • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs - mæting: 09:18
 • Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi - mæting: 09:18

6.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2017 - 2018010095

Minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 27. apríl sl., um breytingar milli umræðna á ársreikningi Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2017.
Bæjarráð vísar breyttum ársreikningi til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 10:05.

7.Aflamark Byggðastofnunar á Suðureyri - 2018040079

Lagt fram bréf Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, dagsett 27. apríl sl., og barst með tölvupósti sama dag, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar um aflamark Byggðastofnunar á Suðureyri. Meðfylgjandi er umsókn Íslandssögu ásamt matsblaði stofnunarinnar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu Byggðastofnunar sem fram kemur í bréfi Byggðastofnunar 27. apríl sl.

8.BsVest - skipulagsbreytingar á skrifstofu og ársuppgjör 2017 - 2018040076

Lagður fram tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur f.h. Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsettur 22. apríl sl. Meðfylgjandi er erindi vegna skipulagsbreytinga á skrifstofu BsVest og ársuppgjör 2017.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar fara hlutfallslega með atkvæði framboðslistanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

9.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2018 - 2018040077

Lagt fram bréf Hörpu Lindar Kristjánsdóttur f.h. Starfsendurhæfingar Vestfjarða, dagsett 23. apríl sl. og barst með tölvupósti 24. apríl sl., þar sem boðið er til Ársfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða. Fundurinn verður haldinn 8. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Á 1013. fundi bæjarráðs var afgreiðslu á umsagnarbeiðni umsóknar Gunnhildar Gestsdóttur, f.h. Dokkan Brugghús ehf. vegna rekstrarleyfis veitingastaðar í flokki II, F, frestað. Umsagnarbeiðnin er að nýju lagt fyrir ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 23. mars sl., umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, dags. 10. apríl sl. og endurnýjaðri umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 27. apríl sl.
Bæjarráð tekur undir tillögu Axel R. Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, um að heimila veitingu rekstrarleyfis til eins árs, á meðan bæjaryfirvöld skoði möguleika á breytingum á skipulagi.

11.Umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. - 2018020003

Á 497. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25.04.2018 var lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alingis, dagsettur 20. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
Nefndin vísar í bókun frá 400. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. júní 2017 þar sem segir.

Ísafjarðarbær telur að skipulagsvald yfir strandsvæðum ætti að fela sveitarfélögum og skilja það þannig frá skipulagsvaldi yfir hafsvæðum sem ætti að vera á hendi ríkisvaldsins. Slíkt fyrirkomulag er í eðlilegu og nauðsynlegu samhengi við skipulagsvald sveitarfélaga og styrkir um leið staðbundna sjálfbæra samfélagsþróun, náttúruvernd, atvinnulíf, og atvinnuþróun.
Verði frumvarpið óbreytt að lögum fer forgörðum kjörið tækifæri til valdeflingar sveitafélaga og eflingu þátttökulýðræðis. Það gæti orðið mikill drifkraftur í því verkefni að móta stefnu um skipulag strandsvæða ef frumkvæði heimamanna væri virkjað með því að færa þeim verkefnið. Búast má við að lærdómsferli íslensks samfélags yrði hraðara þegar fjölmörg sveitarfélög nálgast verkefnið á mismunandi forsendum en þó á sama grunni og unnið er að skipulagi í dag.
Í samfélaginu er mikil umræða um aukið íbúalýðræði. Nærtæk leið til að auka íbúalýðræði er að beina því m.a. í gegnum þann farveg sem nefndir sveitarfélaga og skipulagslög hafa þegar búið til. Metnaðarfull sveitarfélög hafa, undir eftirliti Skipulagsstofnunar, gert vandaðar skipulagsáætlanir á borð við aðalskipulag sveitarfélaga. Slík vinna er bæði samfélagslega eflandi og lýðræðisleg.
Víða um heim eru strandsvæðin innan einnar sjómílu utan við grunnlínu á skipulagsvaldi sveitarfélaga - þannig er það í Noregi. Í Svíþjóð og Finnlandi eru skipulagsmörk sveitarfélaga 12 sjómílur utan grunnlínu. Að auki miðast Vatnatilskipun Evrópusambandsins við eina sjómílu utan við grunnlínu. Það er tæpast nokkur ástæða til þess fyrir Íslendinga að halda í flókna og svifaseina miðstýringu að svo miklu leyti sem hægt er að greiða úr málum með skipulagsvaldi sveitarfélaga og því íbúalýðræði sem því fylgir. Gera má ráð fyrir að skipulagsmál yrðu skilvirkari, heildstæðari og einfaldari ef skipulagsvald á strandssvæðum yrði fært til sveitarfélaga.

Lágmarksbreytingar til þess að frumvarpið geti orðið að lögum í sátt telur Ísafjarðarbær að séu eftirfarandi:
a)
Að kveðið yrði á um að stefnt skuli að tilraunum með að færa vald yfir strandsvæðaskipulagi til sveitarfélaga, jafnvel þó að á öðrum stöðum verði svæðisráð rekin samhliða. Sveitarfélög á Austfjörðum og Vestfjörðum liggja sennilega best við þessari tilraun þar sem mikil umræða hefur farið fram á þeim svæðum um þessi mál og góð reynsla komin á skipulagsferli og áætlanir.
b)
Að í svæðisráði sem kveðið er á um í frumvarpinu hafi aðliggjandi sveitarfélög aukið vægi í svæðisráðinu auk þess sem sveitarfélögin hafi neitunarvald líkt og fulltrúar þeirra fimm ráðuneyta sem koma að svæðisráðinu.
c)
Í fumvarpinu kemur fram „Við vinnslu frumvarpsins kom skýrt fram að brýnt væri að vinna sem fyrst strandsvæðisskipulag fyrir Vestfirði sökum mikillar eftirspurnar þar.“ Mikil eftirspurn og áform eru um laxeldi á Austfjörðum og því mikilvægt að farið verið strax í samskonar vinnu á Austfjörðum og kveðið er á um í frumvarpinu að verði á Vestfjörðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera umsögn við frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða og leggja til við bæjarstjórn.

12.Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 20. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál. Umsagnarfrestur er til 4. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 497 - 1804018F

Fundargerð 497. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. apríl sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 497 Skv. skipulagsreglugerð ber að sýna veghelgunarsvæði á deiliskipulagsuppdrætti, enda svæði sem um gilda takmarkanir sbr. 32. gr. vegalaga. Veghelgunarsvæði er í gildi óháð því hvort það er sýnt á uppdrætti eða ekki. Ekki er um aðrar kvaðir en þær sem vísað er til í vegalögum. Að mati nefndar á athugasemd Ragnheiðar Hákonardóttur ekki við rök að styðjast. Nefndin leggur til við bæjastjórn að samþykkja uppdrátt óbreyttan sem auglýstur var skv. skv. 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 497 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Einar Byggir ehf. fái lóð við Ártungu 2, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

  Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda við Tungubraut er vísað til bæjarráðs ásamt minnisblaði sviðsstjóra.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 497 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sjávareldi ehf. og Hábrún ehf. fái lóðina Hrafnatangi 4, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  Lóðin Hrafnartangi 4 er ekki að fullu nothæf fyrr en að uppfyllingu og hafnarframkvæmdum á svæðinu er lokið.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 497 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kaplaskjól ehf. fái lóðina Kaplaskjól Reiðhöll, skv. núgildandi skipulagi og umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 497 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áður auglýsta deiliskipulagstillögu sem auglýst var skv.1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 65 - 1804020F

Fundargerð 65. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 24. apríl sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?