Bæjarráð

1012. fundur 09. apríl 2018 kl. 08:05 - 09:21 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

Lagður fram tölvupóstur Egils Þórarinssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 3. apríl sl., með áliti Skipulagsstofnunar vegna 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Háafells, skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar eftir staðfestingu frá Skipulagsstofnun á að álitið hafi verið dregið til baka. Enginn tilkynning hefur enn borist sveitarfélaginu frá Skipulagsstofnun um að sú sé raunin.

2.Aukin framleiðsla á laxi í Arnarfirði - 2016020071

Lagður fram tölvupóstur Ómars Ingþórssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 3. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar frummatsskýrsla um framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi í kynslóðaskiptu eldi í Arnarfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.Samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. - 2017020009

Kynnt drög að samningi um samstarf um barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum. Samningsdrögunum hefur verið breytt samkvæmt umræðum bæjarstjóra sveitarfélaganna þriggja sem að samningnum standa, og varða helst 4. og 5. grein hans. Samningsdrögin hafa verið kynnt fyrir Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi.
Bæjarráð vísar samningsdrögunum til samþykktar fyrir bæjarstjórn.

4.Lýðháskólinn Flateyri - 2018020059

Lagt er fram bréf Helenu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Lýðháskólans á Flateyri, dags. 5. apríl sl., þar sem fram kemur að stefnt sé að því að fara af stað með tvær brautir í Lýðháskólanum haustið 2018 ef fjármögnun tekst.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um fjármögnun.

5.Lýðháskóli á Flateyri - framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 2016110085

Lagt fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Gústavs Arons Gústavssonar, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 28. mars sl., þar sem tilkynnt er að sjóðurinn veiti framlag allt að kr. 10.000.000,- til Ísafjarðarbæjar vegna Lýðháskóla á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

6.Nordjobb 2017-2018 - 2017030032

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 4. apríl 2018, þar sem greint er frá kostnaði við móttöku Norddjobbara.
Bæjarráð telur sér ekki fært að taka á móti sumarstarfsmönnum á vegum Nordjobb.
Fylgiskjöl:

7.Leiga á eignum Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga - 2018040009

Lagt fram bréf Hermanns Jónssonar, f.h. Íbúðalánasjóðs, dagsett 27. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að skoða 6 eignir sjóðsins í sveitarfélaginu, með það í huga að taka þær á leigu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við íbúðalánasjóð vegna málsins.

8.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - kostnaður sveitarfélaga - 2017050126

Lagður fram tölvupóstur Telmu Halldórsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 4. apríl sl., ásamt minnisblaði um kostnað sveitarfélaga af nýjum lögum um persónuvernd.
Lagt fram til kynningar.

9.Virðisaukinn - 2013110016

Á 141. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 5. apríl sl., lagði nefndin til við bæjarráð að afhending Virðisaukans fyrir árið 2017 fari fram með hátíðlegri athöfn við upphaf næsta bæjarstjórnarfundar.
Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar.

10.Fyrirspurn til bæjarráðs vegna skulda Ísafjarðarbæjar - 2018040021

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokks, dagsett 13. mars sl., er varðar skuldir og lántöku Ísafjarðarbæjar. Jafnframt er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 6. apríl sl., með svörum við framlagðri fyrirspurn.
Lagt fram til kynningar.

11.Fyrirspurn um framgang tveggja mála - 2018040022

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokks, dagsett 4. apríl sl., varðandi hækkun fasteignagjalda sumarbústaðalóða og fund með ráðherra samgöngumála vegna frestunar á vegaframkvæmdum á Dynjandisheiði.
Lagt fram til kynningar.

12.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2018 - fasteignagjöld - 2018020104

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 6.apríl sl., varðandi afgreiðslu styrkja til félaga og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2018, samtals fjárhæð kr. 1.387.663,- en gert er ráð fyrir þessum styrkjum í áætlun 2018.
Bæjarráð samþykkir framkomnar umsóknir um styrki til félaga og félagasamtaka.

13.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Ákvörðun í bæjarráði um vinnufund bæjarstjórnar og dagsetningu hans, vegna stefnumörkunar fjárhagsáætlunar 2019-2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við vinnuferli við undirbúning fjárhagsáætlunar 2019 sem kynnt var á fundinum.

14.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2017 - 2018010095

Kynnt eru drög að ársreikningi Ísfjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2017 ásamt samstæðuársreikningi Ísafjarðarbæjar 2017.
Edda María Hagalín, mætir til fundarins og kynnir drög að ársreikningi Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð vísar ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:20.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:10

15.Aðalfundur Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. fyrir starfsárið 2017. - 2018030096

Lagður fram tölvupóstur Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsettur 27. mars sl., með fundarboði á aðalfund stjórnar Fasteigna Ísafjarðarbæjar sem haldinn verður 10. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál. Umsagnarfrestur er til 13. apríl nk.
Vísað til umsagnar í velferðarnefnd.

17.Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál. Umsagnarfrestur er til 12. apríl nk.
Vísað til umsagnar í velferðarnefnd.

18.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2018020005

Lagður fram tölvupóstur Kolbrúnar Ernu Magnúsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. mars sl., ásamt fundargerð 858. fundar stjórnar sambandsins, sem haldinn var 23. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

19.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 141 - 1804002F

Fundargerð 141. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 5. apríl sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Fræðslunefnd - 390 - 1803028F

Fundargerð 390. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 5. apríl sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Hafnarstjórn - 197 - 1803025F

Fundargerð 197. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 27. mars sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:21.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?