Bæjarráð

1007. fundur 26. febrúar 2018 kl. 08:05 - 09:26 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags.16.01.2018 ásamt umsókn Sólveigar Sigurðardóttur f.h. No1 ehf. vegna rekstarleyfis veitingastaðar í flokki II, E.

Lagðar eru fram eftirtaldar umsagnir:
Umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 19. febrúar sl.
Umsögn Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa f.h. HEV, dags. 15. febrúar.
Umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 12.02.2018.
Bæjarráð gerir ekki athugsemd við veitingu rekstrarleyfis veitingarstaðar í flokki II, E til handa Sólveigu Sigurðardóttur.

2.Umsókn um styrk til gerðar fræðsluefnis um geðheilbrigðismál barna og unglinga - 2018020069

Lagður fram tölvupóstur Sólveigar Hlínar Kristjánsdóttur, dagsettur 19. febrúar sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær styrki gerð fræðsluefnis um geðheilbrigðismál barna og unglinga.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar erindinu til velferðarnefndar.
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn undir þessum lið, kl. 8:15.

3.Samningur um rannsóknar- og virkjunarleyfi Úlfsár í Dagverðardal. - 2018010007

Lagður fram tölvupóstur Jónasar A. Aðalsteinssonar, f.h. Lex lögmannsstofu, dagsettur 19. febrúar sl., ásamt bréfi með sömu dagsetningu, og varðar fyrirhugaða samningagerð milli Ísafjarðarbæjar og AB-Fasteigna ehf. um vatnsréttindi í Úlfsá. Jafnframt er lagt fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar, dags. 23. febrúar 2018, með atriðum er varða framangreint bréf Lex lögmannsstofu.
Á fundinum verða kynnt drög að svari Ísafjarðarbæjar til Orkubús Vestfjarða.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að svara Orkubúi Vestfjarða og Lex lögmannsstofu.
Daníel Jakobsson kemur aftur á fundinn kl. 8:23.

4.Fyrirspurn um áhrif veiðigjalda - 2018020064

Lögð fram svör Byggðastofnunar og Fjórðungssambands Vestfirðinga við fyrirspurn bæjarstjóra í ljósi vanda sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum 2018 vegna breytinga á veiðigjöldum. Einnig er lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 21. febrúar sl., til sveitarfélaga á Vestfjörðum um sama efni.
Lagt fram til kynningar.

5.Sorphirða hjá bændum - 2018020081

Guðmundur Steinar Björgmundsson og Árni Brynjólfsson mæta til fundarins til að ræða sorphirðu hjá bændum.
Guðmundur Steinar Björgmundsson og Árni Brynjólfsson mæta til fundarins til að ræða sorphirðu í dreifbýli sveitarfélagsins. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar kannar mögulega leiðir til lausnar á sorphirðumálum í dreifbýli.
Guðmundur Stenar og Árni yfirgefa fundinn kl. 8:57.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:40
  • Guðmundur Steinar Björgmundsson - mæting: 08:40
  • Árni Brynjólfsson - mæting: 08:40

6.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005

Kynntur áætlaður hönnunarkostnaður, dags. 21. febrúar 2018, og frumkostnaðaráætlun hönnuðar fyrir viðbyggingu við íþróttahúsið á Torfnesi.
Lagt fram til kynningar.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 09:16.

7.Ráðstefna vegna norræns sveitarfélagasamstarfs - 2018020083

Lagður er fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur frá 21. febrúar sl. með upplýsingum um ráðstefnu sem býður upp á tækifæri til að hafa áhrif á þróun norrænnar samvinnu með áherslu á sveitarstjórnarstigið.
Lagt fram til kynningar.

8.Ruslahreinsun á Hornströndum - 2018020088

Lagt er fram tölvupóstur Gauta Geirssonar dags. 19. febrúar sl., ásamt bréfi Gauta Geirssonar, f.h. Hreinna Hornstranda, þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að hreinsuninni.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar beiðninni til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

9.Upplýsingamiðstöð ferðamála á Þingeyri - styrkur til Koltru 2018 - 2018020004

Kynnt tillaga að samningi við Handverkshópinn Koltru vegna áranna 2018-2019.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir samninginn með þeirri breytingu að skýrslu um starfsemi skal skilað til forstöðumanns Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða.

10.Samningar um samstarf sveitarfélaga - 2018010103

Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 25. janúar, ásamt minnisblaði Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar upplýsingarfulltrúa, dags. 23. febrúar, um gildandi samstarfssamninga milli Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 61 - 1802013F

Lögð er fram fundargerð 61. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 20. febrúar 2018. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:26.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?