Bæjarráð

1006. fundur 19. febrúar 2018 kl. 08:05 - 09:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Lagður fram tölvupóstur frá Árna Múla Jónassyni, framkvæmdastjóra Þroskahjálpar, f.h. stjórnar húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar, dagsettur 15. febrúar 2018, þar sem fram kemur að húsbyggingarsjóður Þroskahjálpar telji að ekki séu forsendur til þess að sjóðurinn taki þátt í uppbyggingu á Sindragötu 4a.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að kanna áhuga aðila á að kaupa íbúðirnar í óbyggðu fjölbýlishúsi að Sindragötu 4a og bjóða verkið út um leið og mögulegt er.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:15

2.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005

Lagðar fram hlutateikningar, dagsettar 16. febrúar 2018, af fyrirhugaðri viðbyggingu við Íþróttahúsið á Torfnesi.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að kanna kostnað við byggingu viðbyggingarinnar samkvæmt framlögðum teikningum.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 8:45.

3.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073

Lagður fram leigusamningur vegna Studio Dan ehf.
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar kynnir breytingar á leigusamningi sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur þegar samþykkt.
Bæjarráð tilnefnir aðalfulltrúa bæjarráðs í stjórn Studio Dan ehf. og felur bæjarstjóra að ganga frá tilkynningu á breytingu stjórnar félagsins til fyrirtækjaskrár.

4.Uppgjör lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098

Lagt fram bréf Sigrúnar Guðmundsdóttur og Eiríks Benónýssonar, f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 8. febrúar sl., með leiðbeiningum um meðhöndlun í reikningsskilum vegna uppgjörs sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð.
Lagt fram til kynningar.

5.Eyrarskjól-Hjallastefnan - 2013120025

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 16. febrúar sl., varðandi samning Ísafjarðarbæjar við Hjallastefnuna.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna málsins og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðbótargreiðslu til Hjallastefnunnar vegna ársins 2016 og 2017.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:03

6.Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur, dagsett 15. febrúar sl., vegna trúnaðarmáls nr. 2016-11-0064.
Bókun skráð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

7.Hornstrandafriðlandið - 2015050041

Kynnt vinnuskjöl frá Umhverfisstofnun vegna Hornstrandafriðlandsins.
Málið kynnt fyrir bæjarfulltrúum.

8.Ársfjórðungsskil - 4. ársfjórðungur - 2018020062

Lagt er fram til kynningar uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir fjórða ársfjórðung 2017 sem var sent Hagstofu Íslands föstudaginn 16. febrúar 2018. Uppgjörið sýnir rekstrarhalla upp á kr. 448.979,- fyrir árið 2017. Fjárhagsáætlun 2017 gerði ráð fyrir afgangi upp á kr. 35.353.534,-.
Einnig kynnt minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 16. febrúar sl. með útskýringum.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins og kynnir stöðuna í ársuppgjöri 2017.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 09:20

9.Mánaðaryfirlit 2017 - 2017050033

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 16.febrúar sl, um skatttekjur og laun frá janúar til desember 2017. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 70,1 milljón króna undir áætlun og eru 1.870,5 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 89,1 milljónum króna yfir áætlun eða 810,2 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 35,4 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 2.262,5 milljónum króna fyrir tímabilið.
Helga Ágeirsdóttir fer yfir skatttekjur og laun ársins 2017.
Helga Ásgeirsdóttir og Edda María Hagalín yfirgefa fundinn kl. 9:37.

Gestir

  • Helga Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 09:30

10.Lánasjóður - ýmis erindi 2016 - 2018 - 2016040045

Lagður fram tölvupóstur Óttars Guðjónssonar, f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsettur 16. febrúar sl., ásamt bréfi frá Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga. Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra að undirbúa umsögn um frumvarpið.

12.Frumvarp til laga um ættleiðingar - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.

13.Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi) - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.

14.Frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn) - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.

15.Frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis) - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.

16.Þingsályktunartillaga um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísar þingsályktunartillögunni til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar.

17.BsVest - fundargerðir og tilkynningar 2018 - 2018010101

Lagður fram tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur f.h. Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsettur 12. febrúar sl., ásamt fundargerð stjórnar byggðasamlagsins frá 7. febrúar sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?