Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
988. fundur 25. september 2017 kl. 08:05 - 09:38 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Starfsemi í Vallarhúsinu - 2013060084

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, mætir til fundarins að beiðni bæjarráðs vegna tillögu að samkomulagi við HSV um nýtingu Vallarhússins.
Margrét Halldórsdóttir svarar spurningum bæjarfulltrúa um tillögurnar að samkomulaginu. Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að samkomulagi.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8.23.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:14

2.Hádegissteinn í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals - 2017080037

Lagður fram tölvupóstur Magna Hreins Jónssonar, f.h. Veðurstofu Íslands, dagsettur 22. september sl., ásamt minnisblaði dagsettu 20. september sl. sem lýsir nánar aðstæðum við hádegisstein í Hnífsdal.
Bæjarráð þakkar nýtt minnisblað sem lýsir betur aðstæðum við Hádegisstein í Hnífsdal. Bæjarráð samþykkir að vinna að því að útrýma hættunni af Hádegissteini í samráði við Ofanflóðasjóð. Ákvörðunin er í samræmi við umræður sem fram fóru á aðalfundi Íbúasamtaka hverfisráðs Hnífsdals.

3.Tölvumál Ísafjarðarbæjar 2017 - 2017020127

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, dags. 22. september sl., varðandi tölvuráðgjöf í sambandi við rekstur tölvukerfa Ísafjarðarbæjar.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi mætir til fundarins til að ræða um nauðsyn tölvuráðgjafar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna verkefnisins í samræmi við tillögu upplýsingafulltrúa.

Gestir

  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - mæting: 08:31

4.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga - 2017050130

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Ástu Magnúsdóttur, f.h. Íbúðalánasjóðs, dagsettur 15. september sl., þar sem kynnt er fyrsta árlega Húsnæðisþingið.
Húsnæðisþing er vettvangur þar sem lagður er grunnur að húsnæðisstefnu stjórnvalda og þar verður farið yfir stöðu húsnæðismála byggt á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Þá verða nýjustu rannsóknir á sviði húsnæðismála kynntar sem og mögulegar lausnir í húsnæðismálum. Á Húsnæðisþingi 2017 verður einnig farið sérstaklega yfir stöðu húsnæðissáttmála ríkisstjórnarinnar.
Lagt fram til kynningar.

5.Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042

Lagt fram bréf Stefáns Hrafns Jónssonar, varaformanns, og Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra, f.h. Neytendasamtakanna, dagsett 14. september sl., þar sem óskað er eftir framlagi til að styðja við starfsemi samtakanna.
Bæjarráð hafnar beiðni um styrk til Neytendasamtakanna.

6.Þingeyri, könnun og hönnun sumarið 2016 og 2017, ítalir og Yasuaki - 2016090041

Yasuaki Tanago, arkitekt, mætir til fundarins og kynnir verkefni sitt "Þingeyri Value Creation Autonomy - How to make depopulated area attractive".
Bæjarráð þakkar Yasuaki fyrir vel unnan kynningu.
Yasuaki, Wouter, Pálmar og Sigurður yfirgefa fundinn kl. 9:16.

Gestir

  • Yasuaki Tanago, arkitekt - mæting: 08:43
  • Wouter Van Hoeymissen - mæting: 08:43
  • Pálmar Kristmundsson - mæting: 08:43
  • Sigurður J. Hreinsson - mæting: 08:43

7.Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga 2017 - 2017090070

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 20. september sl., með dagskrá haustþings sambandsins, sem haldið verður 29. og 30. september nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017 - 2017090071

Lagt fram bréf Ragnhildar Hjaltadóttur og Guðna Geirs Einarssonar, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 19. september sl., þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins, sem haldinn verður 4. október nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar.

9.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017 - 2017090069

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. september sl., með upplýsingum um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2017 sem haldin verður 5. - 6. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:38.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?