Bæjarráð

986. fundur 11. september 2017 kl. 08:05 - 08:56 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Árneshreppur - breyting á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi vegna Hvalárvirkjunar - 2017090023

Lagður fram tölvupóstur Boga Kristinssonar Magnusen, skipulags- og byggingarfulltrúa Árneshrepps, dagsettur 31. ágúst sl., þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu á breytingu á aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 ásamt umhverfisskýrslu, einnig tillögu á deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu fyrir Hvalárvirkjun sem samþykkt var á fundi hreppsnefndar Árneshrepps þann 15.ágúst 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.Lóð undir bílastæði fyrir framan Tónlistarskóla Ísafjarðar - 2017090024

Lagður fram tölvupóstur Steinþórs Bjarna Kristjánssonar, formanns Tónlistarfélags Ísafjarðar, dagsettur 6. september sl., þar sem óskað er eftir því að kannaður verði vilji Ísafjarðarbæjar til að kaupa eða leigja lóð fyrir framan Tónlistarskólann undir bílastæði. Frá götu séð er um að ræða lóðina frá gangstétt að inngangi og til hægri eins langt og lóð nær.
Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar og óskar eftir að skoðaðar verði útfærslur á hugmynd formanns Tónlistarfélags Ísafjarðar.

3.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Kynntar byggingarnefndarteikningar af Sindragötu 4A.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kostnaðarmeta framkvæmdina.

4.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017

Á 981. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að þjónustusamningi milli Ísafjarðarbæjar og Samfélagsmiðstöðvarinnar á Þingeyri ses., Blábankans. Bæjarráð gerði ekki athugasemdir við drögin að samningnum. Samningurinn hefur nú verið undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar bæjarstjórnar.

5.Rammasamningar - 2017090026

Lagt fram bréf Ríkiskaupa, dagsett í júlí 2017, þar sem kynnt er nýtt fyrirkomulag á innkaupum í rammasamningum ríkisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

6.Ummæli bæjarstjóra á 402. fundi bæjarstjórnar vegna tillagna starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi - 2017090025

Lagt fram bréf Óðins Sigþórssonar, Guðmundar Gíslasonar og Kjartans Ólafssonar, nefndarmanna í starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi, dagsett 4. september sl. Farið er fram á opinbera afsökunarbeiðni vegna ummæla bæjarstjóra á 402. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, þar sem til umræðu voru tillögur starfshópsins um stefnumótun í fiskeldi. Einnig er farið fram á afrit af fundargerð bæjarstjórnar og að erindi þetta verði tekið fyrir í bæjarráði og bæjarstjórn. Verði ekki orðið við framangreindum kröfum áskilja undirritaðir sér rétt til að fá ummæli bæjarstjóra ómerkt með öðrum úrræðum.
Vegna óska nefndarmanna í starfshópi um fiskeldismál um að bæjarstjórn biðjist afsökunar á ummælum bæjarstjóra á bæjarstjórnarfundi 25. ágúst sl. þá vill bæjarráð árétta að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ber ábyrgð á eigin ummælum á bæjarstjórnarfundi, ekki bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Jafnframt vill bæjarráð vekja athygli á að það hefði ekki átt að þurfa að koma nefndarmönnum á óvart að tillaga þeirra um að loka Ísafjarðardjúpi fyrir laxeldi væri umdeild og myndi skapa miklar umræður. Nefndarmenn hljóta að hafa gert sér grein fyrir því.

Bæjarráð vill jafnframt hvetja alla aðila þessa máls til þess að missa ekki sjónar á aðalatriðinu sem er að tryggja að laxeldi hefjist í Ísafjarðardjúpi eins fljótt og auðið er. Til að svo sé þurfa allir hagsmunaaðilar að vinna saman og hugsa í lausnum.

Bæjarráði er ljúft og skylt að veita bréfriturum afrit af fundargerð bæjarstjórnar sem einnig er að finna á heimasíðu bæjarins.

7.Melrakkasetur - aðalfundur 2017 - 2017090027

Lagt fram bréf stjórnar Melrakkaseturs Íslands ehf., ódagsett, en móttekið 7. september sl., þar sem boðað er til aðalfundar 16. september nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lagður fram tölvupóstgur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 1. september sl., ásamt fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 23. ágúst sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 151 - 1708010F

Lögð er fram fundargerð 151. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 7. september sl., fundargerðin er í 2 fundarliðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 382 - 1708015F

Lögð er fram fundargerð 382. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 7. september sl., fundargerðin er í 4 fundarliðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:56.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?