Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
982. fundur 14. júlí 2017 kl. 08:05 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Kaup á íbúð á Hlíf I - 2017070031

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 11. júlí 2017, þar sem tilkynnt er um kaup íbúðar á Hlíf I.
Lagt fram til kynningar.

2.Olsen bryggjan - 2017010024

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra dags. 12. júlí 2017, þar sem óskað er eftir viðauka að fjárhæð 5.000.000 kr. vegna aðstöðu báta á Olsenbryggju.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna framkvæmdarinnar.

3.Sig á hafnarkanti á Flateyri - 2017070024

Lagt fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar hafnarstjóra dags. 12. júlí 2017, þar sem gerð er grein fyrir þörf á framkvæmdum vegna sigs hafnarkantsins á Flateyri, sem metnar eru á 8.000.000 kr.
Bæjarráð felur hafnarstjóra að vinna að viðgerðum með fulltrúum Vegagerðarinnar, en krefst þess að kostnaður verði að fullu greiddur af ríkinu þar sem um hönnunargalla er að ræða, eins og staðfest er í skýrslu Vegagerðarinnar.

4.Körfuboltavöllur - 2017050042

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 6. júlí 2017 þar sem óskað er eftir því að settur verði upp körfuknattleiksvöllur við Grunnskólann á Ísafirði.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs með ósk um að fundin verði hagkvæmari lausn.

5.Suðurtangi, nýbygging gatna. - 2017010018

Kynnt bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 6. júlí 2017, þar sem lagt er til að gerður verði viðauki við fjárfestingaáætlun 2017 og boðinn út 1. áfangi í gatnagerð á Suðurtanga á Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir erindið.

6.Íþróttahúsið Torfnesi, gólfefnaskipti. - 2017070016

Kynnt bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. júlí 2017, þar sem lagt er til að gerður verði viðauki við fjárfestingaáætlun Ísafjarðarbæjar 2017 og nýtt verkefni „Íþróttahúsið Torfnesi, gólfefnaskipti“ sett á áætlun.
Bæjarráð samþykkir erindið.

7.Sundlaug og íþróttahús á Flateyri, endurbætur. - 2017070021

Kynnt bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. júlí 2017, þar sem lagt er til að gerður verði viðauki við fjárfestingaáætlun 2017 og nýtt verkefni „Loftræstikerfi í sundlaug og íþróttahús á Flateyri“ verði sett á áætlun.
Bæjarráð samþykkir erindið.

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Lagður fram viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar breytingar á fjárfestingaáætlun 2017 vegna ýmissa verkefna og eru nettó áhrifin 0 kr. Nettó áhrif viðaukans á rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru 0 kr.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Lagður fram viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar ýmsa viðauka sem áður hafa hlotið umræðu í bæjarráði ásamt viðauka vegna rekstrarframlags til Eyrarskjóls. Nettó áhrif viðaukans á rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru 0 kr.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórn samþykkir viðaukann.

10.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Kynnt minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 10. júlí 2017. Í minnisblaðinu er lagt mat á kostnað við gatnagerð á Tungubraut og lagt til að Skógarbraut verði felld út af lista yfir lóðir án gatnagerðargjalds.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og ákveður að listinn verði auglýstur án Skógarbrautar og vísar gatnagerð Tungubrautar til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

11.Ofanflóðavarnir, aurvarnargarður ofan Hjallavegar, áfangi 2. - 2017020148

Lögð fram framvinduskýrsla fyrir maí - júní 2017 frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 7. júlí 2017, vegna verkefnisins „Aurvarnagarður ofan Hjallavegar, áfangi 2“.
Lagt fram til kynningar.

12.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

Lagt fram minnisblað Hafsteins Steinarssonar, eftirlitsaðila frá Framkvæmdasýslu ríkissins, dagsett 13. júlí 2017, varðandi mótvægisaðgerðir vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla.
Lagt fram til kynningar.

13.Ósk um deiliskipulagsbreytingu og hugsanlega aðalskipulagsbreytingu við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana - 2016080019

Lögð fram umsögn 480. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar vegna umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 29. júní 2017 þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort stækkun Mjólkárvirkjunar skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015.
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar.

14.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Á 480. fundi sínum þann 12. júní lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að hún heimili að uppdráttur og greinargerð dags. 11.07.2017 verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórn samþykkir auglýsingu uppdráttarins og greinargerðarinnar með eftirfarandi breytingum sem skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að vinna áður en auglýsing birtist:
· Stækka þarf byggingarreit í átt að vallarhúsi
· Gera þarf ráð fyrir möguleika á tengibyggingu við Vallarhús
· Auglýsingin verði kynnt sérstaklega íbúum aðliggjandi lóða við Miðtún og Seljalandsveg

15.Frímúrarastúkan Njála, rekstrarleyfi II. flokki - 2017020017

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 14. júní 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Skúla Berg f.h. frímúrarastúkunnar Njálu vegna rekstrarleyfis til veitingu veitinga í flokki II.
Einnig eru lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa dags. 11. júlí, Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 11. júlí, Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 21. júlí og Hlyns Snorrasonar f.h. Lögreglunnar á Vestfjörðum með vísan í tölvupóst dags. 14. júní 2017.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

16.Kirkjuból í Korpudal, rekstararleyfi III. flokkur - 2017020017

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 14. júní 2017, þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn Páls Stefánssonar, f.h. Nývaka ehf. um rekstrarleyfi vegna gistiheimilis í flokki III í sumarhúsi að Kirkjubóli í Korpudal, Önundarfirði. Einnig eru lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa, dags. 11. júlí, Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 19. júlí og umsögn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 4. júlí.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

17.Afskriftarbeiðni - 2017010020

Lögð fram afskriftarbeiðni frá sýslumanninum á Vestfjörðum, dagsett 22. desember 2016, vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda að fjárhæð 15.621.160. Krafan er fyrnd en skiptalok voru 19. ágúst 2014, fyrning á einstaklinga er tvö ár.
Bæjarráð samþykkir afskriftarbeiðni sýslumanns.

18.Hafnarstjórn - 192 - 1707009F

Lögð fram fundargerð 192. fundar hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 138 - 1707010F

Lögð fram fundargerð 138. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 480 - 1707001F

Lögð fram fundargerð 480. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar. Fundargerðin er í tíu liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 150 - 1707007F

Lögð fram fundargerð 150. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 13. júlí 2017. Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?