Bæjarráð

980. fundur 03. júlí 2017 kl. 08:05 - 09:26 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Starfsmaður skjalasafns og ljósmyndasafns, 50% staða - 2017060068

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dagsett 30. júní sl., þar sem gerð er grein fyrir beiðni Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Safnahússins um að bæta við 50% stöðu til að sinna skjalasafni og ljósmyndasafni.
Bæjarráð óskar eftir að forstöðumaður Safnahússins mæti til næsta fundar bæjarráðs og geri grein fyrir stöðunni.

2.Frisbígolfkörfur - 2016050095

Á 170. fundi sínum, 1. júní 2016, lagði íþrótta- og tómstundanefnd til við bæjarstjórn að fundinn verði staður og komið verði upp frisbígolfkörfum í Skutulsfirði.
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunar 2018.

3.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Lögð fram þjóðhagsspá að sumri, dagsett 31. maí sl., sem birt var á vef Hagstofu Íslands, hagstofa.is.
Lagt fram til kynningar.

4.Laun hjá vinnuskóla Ísafjarðarbæjar - 2017060073

Lagt fram bréf Finnboga Sveinbjörnssonar, formanns Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dagsett 28. júní sl., og varðar laun 16 ára unglinga í vinnuskóla Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bendir á að vinnuskóli Ísafjarðarbæjar sé skóli og að Ísafjarðarbær fari eftir öllum þeim reglum sem gilda um þá skóla eins og reyndar er bent á í bréfinu. Ísafjarðarbær er þar að auki ágætlega samanburðarhæfur við önnur sveitarfélög í þóknun vinnuskólans. Rökstuddar athugasemdir um breytta tilhögun eru að sjálfsögðu teknar til skoðunar.
Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8.41.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:31

5.Endurnýjun heimasíðu Ísafjarðarbæjar - 2017060072

Kynnt eru drög að viðauka við fjárhagsáætlun vegna vinnu við smíði nýrrar heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð sem starfandi bæjarstjórn samþykkir viðaukann.
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn kl. 8:56.

6.Hótel Horn - 2017 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2017020017

Lagður er fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 14.06.2017, þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn Daníels Jakobssonar f.h. Hótels Ísafjarðar, um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki III að Austurvegi 2 þ.e. Hótel Horn. Einnig eru lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa, dagsett 10 júní sl. jafnframt Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 19.06.2017 og frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 26. júní.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
Daníel Jakobsson mætir aftur til fundarins kl. 8:58.
Gísli Halldór Halldórsson yfirgefur fundinn kl. 8:59.

7.Tjöruhúsið Neðstakaupstað - 2017 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2017020017

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 08.06.2017 þar óskað er eftir umsögn, um umsókn Hauks S.Magnússonar f.h. Tjöruhússins Neðstakaupstað vegna rekstrarleyfis til veitingu veitinga. Um er að ræða veitingastað í flokki II.
Einnig eru lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa dags. 20.06.2017, Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 19.06.2017 og frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 21.06.2017
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
Gísli Halldór Halldórsson mætir aftur til fundarins kl. 9:00.

8.Mánaðaryfirlit 2017 - 2017050033

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 30. júní sl., um skatttekjur og laun frá janúar til maí 2017. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 89,7 milljónum króna undir áætlun og eru 688.4 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 3,2 milljónum króna undir áætlun eða 284,7 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 33,9 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 882,4 milljónum króna fyrir tímabilið.
Helga Ásgeirsdóttir fer yfir mánaðaryfirlit um skatttekjur og laun frá janúar til maí 2017.
Helga Ásgeirsdóttir yfirgefur fundinn kl. 9:12

Gestir

  • Helga Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri á fjármálasviði - mæting: 09:01

9.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 28. júní sl., ásamt fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambandsins, sem haldinn var 2. júní sl.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vekur athygli á að nú er enginn starfandi atvinnuráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélaginu á norðanverðum Vestfjörðum og því er mikilvægt að ljúka yfirstandandi vinnu um endurskoðun á fyrirkomulagi Atvinnuþróunarfélagsins eins fljótt og auðið er.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50 - 1706016F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 50. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar haldinn 27. júní sl., fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:26.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?