Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
976. fundur 29. maí 2017 kl. 07:30 - 08:13 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Brothættar byggðir - 2014090062

Lagður fram tölvupóstur Kristjáns Þ. Halldórssonar, f.h. Byggðastofnunar, dagsettur 22. maí sl., vegna mögulegrar þátttöku Þingeyrar í verkefninu Brothættar byggðir. Verkefnið er sértækt verkfæri Byggðastofnunar til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti, en Þingeyri skorar hátt samkvæmt mælikvörðum sem notaðir eru til grundvallar og taka til lýðfræðilegra þátta, landfræðilegrar stöðu og stöðu í atvinnulífi.
Bæjarráð lýsir áhuga á samstarfi við Byggðastofnun um þátttöku Þingeyrar í verkefninu Brothættar byggðir og felur bæjarstjóra að setja sig í samband við Byggðastofnun.

2.Gangstéttir 2017 - 2017020006

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 24. maí 2017, þar sem lagt er til að tilboði G.E. vinnuvéla ehf. verði tekið í verkið Gangstéttir í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, að taka tilboði G.E. vinnuvéla ehf. í verkið að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

3.LÚR listahátíð 2017 - styrkbeiðni - 2017040073

Lagt fram bréf Matthildar Helgadóttur Jónudóttur, f.h. Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar, dagsett 19. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna LÚR, listahátíðar ungs fólks, í formi vinnuframlags vinnuskólakrakka og greiðslu launa til eins ungmennis sem mun sjá um hátíðina. Enn fremur er lagður fram tölvupóstur Matthildar Helgadóttur Jónudóttur, dags. 26. maí sl. með nánari upplýsingum um tilgang, markmið og afrakstur LÚR.
Bæjarráð samþykkir beiðni um styrk til LÚR og felur bæjarstjóra að setja sig í samband við bréfritara.

4.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagt er fram til kynningar minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 26. maí sl., varðandi sumarnámskeið á Ísafirði fyrir fjöltyngd börn.
Bæjarráð samþykkir beiðnina.

5.Earth Check vottun - 2014120064

Lagður fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 26. apríl sl., ásamt gögnum vegna umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum (EarthCheck). Póstinum fylgir skýrslan "Umhverfisvottunarferli sveitarfélaga á Vestfjörðum, framkvæmdaáætlun 2014-2020" og skjalið "Sameiginleg stefna sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti".
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta sameiginlega stefnu sveitarfélaga á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tillti.

6.100 ára fullveldisafmæli - 2017050085

Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 18. maí sl., vegna hátíðarhalda í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli þjóðarinnar. Leitað er eftir þátttöku skóla, sveitarfélaga og félagasamtaka.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.

7.ESA-dagurinn - 2017050087

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 22. maí sl., með fundarboði eftirlitsstofnunar EFTA til ESA-dagsins, sem haldinn verður 6. júní nk. Markmið fundarins er að fjalla um þróun mála á vettvangi Evrópuréttar og veita innsýn í mál sem eru ofarlega á baugi hjá stofnuninni og/eða EFTA-dómstólnum.
Lagt fram til kynningar.

8.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2017 - fasteignagjöld - 2017030031

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. maí sl., varðandi viðbót við afgreiðslu styrkja til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2017, samtals fjárhæð 130.000 kr.- en svigrúm er fyrir þessum styrk í áætlun 2017.
Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna.

9.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 24. maí sl., ásamt erindi sem sent hefur verið til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og fjallar um breytingar á reglugerðum, svo tryggt verði að meðferð skuldbindinga vegna uppgjörs þeirra við A-deild Brúar verði í samræmi við kynningar og umfjöllun framkvæmdastjóra sambandsins undanfarin ár, um þau fjárhagslegu áhrif sem samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna með tilheyrandi lagabreytingum um LSR, og breyttar samþykktir fyrir A-deild Brúar, fela í sér.
Lagt fram til kynningar.

10.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034

Kynnt eru drög að erindisbréfi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréf bæjarráðs Ísfjarðarbæjar.

11.Tillaga að breytingu á reglugerð nr. 1151/2017 um umdæmi sýslumanna - 2017050113

Lagður fram tölvupóstur Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Vestfjörðum, dagsettur 26. maí sl., ásamt bréfi sýslumannsembættisins til dómsmálaráðherra, þar sem lögð er til breyting á reglugerð nr. 1151/2014 um umdæmi sýslumanna. Breytingin felur í sér að sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum, þar sem fá má þjónustu sýslumanns, verði fækkað úr tveimur í eitt, og ekki gert ráð fyrir útibúi í Bolungarvík.
Lagt fram til kynningar.

12.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Kynntur viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar breytingar á launaáætlun á 15 deildir vegna kjarasamningsbreytinga, langtímaveikinda og stöðugildi á Sólborg, samtals aukning launakostnaðar kr. 63.753.786,-. Áætlaður pottur launa og ófyrirséður kostnaður lækkar samanlagt sem þessu nemur. Nettó áhrif viðaukans á rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru kr. 0.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 5.

13.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Kynntur viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar stöðugildi á Eyrarskjóli kr. 1.600.000, frístundarútu til Bolungarvíkur kr. 600.000 og endurbætur á Grænagarði kr. 11.700.000. Áætlaður snjómokstur lækkar samanlagt sem þessu nemur þar sem hann hefur reynst minni en áætlað var fyrir. Nettó áhrif viðaukans á rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru kr. 0.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 6.

14.Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga 2016 - 2017050096

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 22. maí sl., ásamt ársreikningi sambandsins fyrir árið 2016.
Lagt fram til kynningar.

15.Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2017 - 2017050108

Lagt fram bréf Hörpu Lindar Kristjánsdóttur, forstöðumanns Starfsendurhæfingar Vestfjarða, dagsett 23. maí sl., þar sem boðað er til ársfundar Starfsendurhæfingarinnar, þann 7. júní nk.
Bæjarráð felur Margréti Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs að mæta fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

16.Mótmæli gegn frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál - 2017040044

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál. Umsagnarfrestur er til 2. júní nk. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssamband Vestfirðinga, dagsettur 26. maí sl., ásamt umsögnum um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða og leggja fyrir bæjarstjórn.

17.Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 26. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál. Umsagnarfrestur er til 9. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Frumvarp til laga um landgræðslu - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um landgræðslu, 406. mál. Umsagnarfrestur er til 2. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

19.Frumvarp til laga um skóga og skógrækt - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. maí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál. Umsagnarfrestur er til 2. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerð Hverfisráðs Önundarfjarðar - 2017010043

Lögð fram fundargerð Hverfisráðs Önundarfjarðar, frá 10. maí sl.
Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48 - 1705007F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 48. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 23. maí sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:13.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?