Bæjarráð

975. fundur 22. maí 2017 kl. 08:05 - 09:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram bréf Sigmars Arnars Steingrímssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 15. maí sl., ásamt ódagsettri skýrslu Rorum ehf f.h. Hábrúnar ehf., 'Tilkynning til ákvörðunar á matsskyldu, á allt að 1000 tonna ársframleiðslu af þorski og regnbogasilungi í sjókvíum.' Skipulagstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við 2. viðauka 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í hafnarstjórn og skipulags- og mannvirkjanefnd.

2.Sandasker, Dýrafirði, - Frístundabyggð - 2016100042

Pálmar Kristmundsson f.h. Valdisól ehf. óskar eftir þvi við bæjaryfirvöld að fyrirliggjandi samningur um afnot af landi við Sandasker, Dýrafirði, merkt F25 á skipulagsuppdrætti verði vísað til undirritunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til bæjarráðs á 477. fundi sínum 17. maí sl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið verði samþykkt.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs mættu til fundarins kl. 8:25.

3.Sorpmál 2018 - útboð - 2016090021

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs kynna stöðu mála í undirbúningi fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu og sorpförgun í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð þakkar kynninguna.
Ralf Trylla yfirgaf fundinn kl. 8:51.

4.Aðalgata og Eyrargata Suðureyri, skilavegir. - 2017050064

Lögð fram ódagsett drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Vegagerðarinnar um endanlega yfirfærslu á Aðalgötu og Eyrarvegi Suðureyri úr þjóðvegakerfinu yfir til Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar og sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að afla frekari upplýsinga um málið.

5.Grænigarður Flateyri endurbætur 2017. - 2017030047

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 19. maí 2017, þar sem lagt er til að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2017 og tilboði Einars Birkis Sveinbjörnssonar tekið í endurbætur á leikskólanum Grænagarði Flateyri.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að semja við Einar Birki Sveinbjörnsson um verkið endurbætur á leikskólanum Grænagarði Flateyri. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka í samræmi við bréf Brynjars Þórs.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 09:01.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins kl. 9:10.

6.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynnt drög að 4ra ára fjárhagsáætlun og 5 ára framkvæmdaáætlun.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, fer yfir fyrstu drög að 4ra ára fjárhagsáætlun og 5 ára framkvæmdaáætlun.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 9:26.

7.Ósk um upplýsingar varðandi samkeppni um sundhöll, skjalageymslu í Norðurtanga og reiðhöll í Engidal. - 2017050074

Lagt fram svar Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 19. maí 2017, við fyrirspurn Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ, dagsettri 17. maí 2017.
Lagt fram til kynningar.

8.Framtíð líkamsræktaraðstöðu í Skutulsfirði - 2017050073

Lagt fram bréf Stefáns Dan Óskarssonar, f.h. Studio Dan ehf., dagsett 17. apríl sl., þar sem hann óskar eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um framtíð líkamsræktaraðstöðu í Ísafjarðarbæ, í ljósi þess að núverandi rektraraðilar Studio Dan hyggjast hætta rekstri 31. janúar 2018.
Bæjarráð tekur undir með bréfritara þar sem mjög mikilvægt er að starfrækt sé líkamsræktarstöð í byggðalaginu og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

9.Smávirkjanir á Vestfjörðum - 2017050080

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 19. maí sl., ásamt viðhengjum; bréfi Orkustofnunar frá 16. mars sl., og greinargerðinni 'Tillögur að smávirkjunum á Vestfjörðum', sem Fjórðungssambandið vann að beiðni Orkustofnunar.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

10.Boð á ráðstefnuna 'Digital Transformation in the Cultural Heritage Sector' í Svíþjóð - 2017050071

Lagður fram tölvupóstur frá Elisabeth Asp, f.h. sveitarfélagsins Linköping í Svíþjóð, dagsettur 18. maí sl., þar sem boðið er til ráðstefnu 31. ágúst - 1. september nk., sem ber yfirskriftina 'Digital Transformation in the Cultural Heritage Sector'. Á ráðstefnunni verður fjallað um tækifæri og áskoranir fólgnar í því að umbreyta menningartengdum gögnum yfir á stafrænt form, en einnig verður umfjöllun um menningartengda ferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

11.BsVest - ýmis mál 2017 - 2017030030

Lagður fram póstur Sifjar Huldar Albertsdóttir, dagsettur 15. maí sl., ásamt fundargerð stjórnarfundar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, frá 5. apríl sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð felur Gísla H. Halldórssyni, bæjarstjóra, að mæta á aðalfund Byggðasamlags Vestfjarða f.h. Ísafjarðarbæjar og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.

12.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2017 - 2017020078

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 15. maí sl., ásamt fundargerð 112. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 12. maí sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem haldinn var 15. maí sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fræðslunefnd - 379 - 1705012F

Fundargerð 379. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 18. maí sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Íþrótta- og tómstundanefnd - 177 - 1705011F

Fundargerð 177. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 17. maí sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 477 - 1705001F

Fundargerð 477. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 17. maí sl. Fundargerðin er í 14 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?