Bæjarráð

972. fundur 24. apríl 2017 kl. 08:05 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Urðarvegsbrekka og Bæjarbrekka, endurnýjun götu og hellulögn. - 2017010005

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. apríl sl. vegna verksins 'Urðarvegsbrekka og Bæjarbrekka, endurnýjun götu og hellulögn' þar sem lagt er til að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

2.Almenningssamgöngur - útboð 2017 - 2016040042

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 19. apríl sl. vegna verksins 'Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði' þar sem lagt er til að samið verði við Vestfirskar ævintýraferðir ehf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Vestfirskar Ævintýraferðir ehf.

3.Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - 2016060025

Lagður fram tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, f.h. svæðisskipulagsnefndar fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð, dagsettur 11. apríl sl., ásamt fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 8. mars sl., þar sem m.a. voru teknar fyrir umsagnir um greiningarskýrslu vegna svæðisskipulagsvinnunnar.
Lagt fram til kynningar.

4.Svæðisskipulag fyrir Vestfirði - 2017040046

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 21. apríl sl., ásamt fylgiskjölum þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær taki þátt í svæðisskipulagsgerð fyrir Vestfirði og tilnefni tvo fulltrúa í starfshóp.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

5.Skipulags- og matslýsing, Urðunarstaður á Hóli - 2017040035

Lagt fram bréf Gísla Gunnlaugssonar, byggingarfulltrúa Bolungarvíkurkaupstaðar, dagsett 11. apríl sl., þar sem upplýst er að unnið sé að gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir urðunarstaðinn á Hóli í Bolungarvík. Frestur til að senda inn athugasemdir um skipulags- og matslýsinguna er til 12. maí nk.
Lagt fram til kynningar og vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

6.Grænu skrefin í mínu sveitafélagi - 2017030061

Á 45. fundi sínum, 11. apríl sl., lagði umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til að Ísafjarðarbær taki upp kerfið Græn skref í stofnunum sínum og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að Ísafjarðarbær vinni eftir Grænu skrefunum.

7.Umhverfisstefna 2017 - 2017030051

Á 45. fundi sínum, 11. apríl sl. tók umhverfis- og framkvæmdanefnd fyrir drög að Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar og vísaði málinu til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð óskar eftir ítarlegri útfærslu á Umhverfisstefnu Ísafjarðarbæjar og vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari úrvinnslu.

8.Málþing um innleiðingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - 2017040031

Lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Hinriksdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 12. apríl sl., þar sem kynnt er málþing sem sambandið er að vinna að ásamt Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands. Meginumfjöllunarefni málþingsins er hvaða þýðingu sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðs fólks hefur fyrir sveitarfélögin sem stjórnvöld og þjónustuaðila. Málþingið verður haldið frá kl. 13:00 til 17:00 þriðjudaginn 16. maí n.k.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.

9.HSV - ósk um auka íbúðir til hausts 2017 - 2016060009

Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga, dagsettur 18. apríl sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi leigu til HSV á íbúð í Múlalandi 12, til eins árs, gegn fullri niðurgreiðslu á leigu.
Bæjarráð samþykkir að framlengja leigusamning um íbúð 101 í Múlalandi 12 til HSV um eitt ár á 50% afslætti.

10.Ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ 2017 - 2017040030

Lagður fram tölvupóstur Sabínu Steinunnar Halldórsdóttur, f.h. Ungmennaráðs UMFÍ, dagsettur 10. apríl sl., ásamt ályktun um ýmis málefni Íslenskra ungmenna, frá ungmennaráðstefnu UMFÍ sem haldin var 5.-7. apríl sl.
Lagt fram til kynningar og vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

11.Mótmæli gegn frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál - 2017040044

Lagður fram tölvupóstur Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, dagsettur 19. apríl sl., sem var sendur til Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Póstinum fylgja drög að bréfi til umhverfisráðherra, þar sem frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða er mótmælt harðlega.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í mótmælum gegn frumvarpi til laga um skipulag haf- og strandsvæða í óbreyttri mynd.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál. Umsagnarfrestur er til 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál. Umsagnarfrestur er til 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál. Umsagnarfrestur er til 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál. Umsagnarfrestur er til 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál. Umsagnarfrestur er til 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál. Umsagnarfrestur er til 28. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

18.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 11. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur o.fl.), 333. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Samband íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 10. apríl sl., ásamt fundargerð 849. stjórnarfundar sambandsins, sem haldinn var 31. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, og Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mæta til fundar við bæjarráð kl. 09:10.

20.Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, og Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mæta á fund bæjarráðs og kynna byggingu húsnæðis að Sindragötu 4a.
Brynjar Þór Jónasson og Edda María Hagalín yfirgefa fundinn kl. 9:40

21.Öldungaráð - 6 - 1704003F

Fundargerð 6. fundar öldungaráðs sem haldinn var 5. apíl sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 137 - 1704006F

Fundargerð 137. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 10. apríl sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 45 - 1703022F

Fundargerð 45. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 11. apríl sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

24.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 475 - 1703025F

Fundargerð 475. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 12. apríl sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

25.Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 1 - 1704010F

Fundargerð 1. fundar starfshóps um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa, sem haldinn var 19. apríl sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?