Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
970. fundur 03. apríl 2017 kl. 08:05 - 08:52 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Frístundarúta - 2016090101

Á 176. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var lagt fram bréf Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra HSV, frá 20. mars sl., þar sem óskað er eftir að frístundarúta færi milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur sumarið 2017 með tilheyrandi breytingum í samræmi við æfingartíma á vegum HSV. Nefndin tók vel í málið og lagði til við bæjarráð að samþykkja beiðnina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

2.Húsið, Hrannargötu 2, tækifærisleyfi - 2017020017

Lagður fram tölvupóstur Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 28. mars sl., ásamt bréfi, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Sigurlaugar M. Bjarnadóttur f.h. Dakis, um tækifærisleyfi fyrir Húsið, Hrannargötu 2.
Bæjarráð gerir ekki athugsemd við leyfið.

3.Krúsið, tímabundið áfengisleyfi - 2017020017

Lagður fram tölvupóstur Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsettur 28. mars sl., ásamt bréfi þar sem umsagnar er óskað um umsókn Gróu Böðvarsdóttur um tímabundið áfengisleyfi fyrir Krúsina um páskana.
Bæjarráð gerir ekki athugsemd við leyfið.

4.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði) - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. mars sl., þar sem umsagnar er óskað um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál. Umsagnarfrestur er til 18. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld) - 2017020032

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. mars sl., þar sem umsagnar er óskað um frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál. Umsagnarfrestur er til 11. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

6.Ofanflóðavarnir, aurvarnargarður ofan Hjallavegar, áfangi 2. - 2017020148

Lagt er fram bréf Hafsteins Steinarssonar, verkefnastjóra og Halldóru Vífilsdóttur, forstjóra, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 24. mars sl., þar sem lagt er til að samið verði við Kubb ehf. um Ofanflóðavarnir á Ísafirði, aurvarnargarð ofan Hjallavegar, 2. áfanga.
Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um að samið verði við Kubb ehf. um ofanflóðavarnir á Ísafirði, aurvarnargarð ofan Hjallavegar, 2. áfanga.

7.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Lögð eru fram frumdrög að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar vinabæjarheimsókn grunnskólanema í Ísafjarðarbæ til Kaufering, kostnaður kr. 1.200.000,- og styrks til Vestfjarðarvíkingsins 2017, að fjárhæð kr. 200.000,-. Áætlaður ófyrirséður kostnaður lækkar sem því nemur og verður kr. 18.600.000,-. Nettó áhrif viðaukans í rekstur samstæðu Ísafjarðarbæjar eru kr. 0.
Bæjarráð leggur til að viðaukanum verði vísað til bæjarstjórnar.

8.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Umræður um framkvæmdir við Sundabakka.

9.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2016 - 2017030115

Kynnt eru drög að ársreikningi Ísfjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2016.
Bæjarráð vísar ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

10.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 30. mars sl., ásamt fundargerð 848. fundar stjórnar sambandsins, sem haldinn var 24. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 28. mars sl., ásamt fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 23. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 378 - 1703015F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 378. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 30. mars sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 176 - 1703017F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 176. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 176 Nefndin tekur vel í hugmyndir forstöðumanns og leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði nefnd til að skoða framtíð svæðisins og fá utanðakomandi sérfræðing til að koma að þeirri vinnu.

14.Fjallskilanefnd - 9 - 1703023F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 9. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:52.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?