Bæjarráð

965. fundur 27. febrúar 2017 kl. 08:05 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum - 2017020048

Umræður um hvort kanna eigi möguleika á sameiningu sveitarfélaga og sækja um fjárframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til framkvæmdar slíkrar könnunar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórnar eftirfarandi ályktun:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir samstarfi við Súðavíkurhrepp um að kannaðir verði kostir og gallar á sameiningu og hvernig þróa megi ríkara samstarf sveitarfélaganna sbr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga og sótt um fjárframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til framkvæmdar þeirrar könnunar.

2.Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

Lögð fram drög að samningi við Hestamannafélagið Hendingu.
Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar bæjarstjórnar.

3.Gjaldskrá fráveitu 2017 - 2016020047

Lögð er fram tillaga að endurnýjaðri gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2017.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá fráveitu fyrir árið 2017.

4.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynnt er tillaga að ferli við fjárhagsáætlunarvinnu Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2018 ásamt vinnuskipulagi þeirra starfsmanna sem koma að áætluninni.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn kl. 8:43.

5.Styrkbeiðni frá SFÍ - 2017010047

Viðauki vegna styrkbeiðni SFÍ vegna Unglingameistaramóts Íslands tekinn aftur á dagskrá. Á 394. fundi bæjarstjórnar var ákveðið að fresta viðauka vegna styrkbeiðni til SFÍ og skoða í samhengi við fyrirhugaðan uppbyggingarsamning við félagið.
Bæjarráð fellur frá styrkveitingunni en felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs í samstarfi við Skíðafélag Ísafirðinga að fella það sem farið er fram á í styrkbeiðninni inn í fyrirliggjandi uppbyggingasamning Skíðafélags Ísafirðinga vegna Tungudals.

6.Uppbyggingasamningar við SFÍ - Tungudal 2017-2019 - 2017020028

Kynnt eru drög að uppbyggingasamningi við Skíðafélag Ísafjarðarbæjar vegna uppbyggingar í Tungudal, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 3 milljónir á árunum 2017, 2018 og 2019, samtals 9 milljónir í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar frá 175. fundi nefndarinnar.
Bæjarráð fellur frá styrkveitingunni en felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs í samstarfi við Skíðafélag Ísafirðinga að fella það sem farið er fram á í styrkbeiðninni inn í fyrirliggjandi uppbyggingasamning Skíðafélags Ísafirðinga vegna Tungudals.
Bæjarráð leggur til að uppbyggingasamningur við Skíðafélag Ísafirðinga vegna Tungudals verði samþykktur með þeirri breytingu sem að framan greinir.

7.Uppbyggingas. við SFÍ - Seljalandsdalur 2017 - 2017020028

Kynnt eru drög að uppbyggingasamningi við Skíðafélag Ísfirðinga vegna uppbyggingar á Seljalandsdal, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 3 milljónir á árinu 2017 í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar frá 175. fundi nefndarinnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Skíðafélag Ísfirðinga vegna uppbyggingar á Seljalandsdal.
Daníel Jakobsson mætir aftur til fundarins kl. 8:57.

8.Uppbyggingasamningar við Golfklúbb Ísafjarðar 2017 - 2017020028

Kynnt eru drög að uppbyggingasamningi við Golfklúbb Ísafjarðar, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 3 milljónir á árinu 2017 í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar frá 175. fundi nefndarinnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Golfklúbb Ísafjarðar.

9.Uppbyggingas. við Skotíþróttafélag Ísafjarðar 2017 - 2017020028

Kynnt eru drög að uppbyggingasamningi við Skotíþróttafélag Ísafjarðar, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 3 milljónir á árinu 2017 í samræmi við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar frá 175. fundi nefndarinnar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Skotíþróttafélag Ísafjarðar.

10.Málþing um aðgengismál fatlaðra - 2017020174

Lagður fram tölvupóstur Guðjóns Helgasonar, f.h. Öryrkjabandalag Íslands, dagsettur 24. febrúar sl., þar sem boðið er á málþing um algilda hönnun í almenningsrými, í borgum, bæjum og á ferðamannastöðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Málþing - Sveitarfélögin og ferðaþjónustan - 2017020159

Lagður fram tölvupóstur Guðjóns Bragasonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 20. febrúar sl., þar sem kynnt er málþingið "Sveitarfélögin og ferðaþjónustan", sem haldið verður 3. mars nk. Markmið málþingsins er að sveitarstjórnarmenn komi saman til þess að ræða málefni ferðaþjónustu og þær áskoranir og tækifæri sem felast í fjölgun ferðamanna sem leggja leið sína hingað til lands. Einnig er lögð fram dagskrá málþingsins.
Lagt fram til kynningar.

12.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir 2017 - 2017010014

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 20. febrúar sl., ásamt fundargerð stjórnarfundar sambandsins frá 16. febrúar sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2017 - 2017020078

Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir árið 2016, dagsettur 10. febrúar sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fræðslunefnd - 377 - 1702014F

Lögð er fram fundargerð 377. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 23. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Brynar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs mætir til fundarins kl. 9:10.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 472 - 1702021F

Lögð er fram fundargerð 472. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. febrúar sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 472 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Kerecis ehf., fái lóðir við Æðartanga 6-8-10, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 472 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla Spýtan, fái lóð við Æðartanga nr.12 Ísafirði skv. umsókn með og þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 472 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sólberg efh. fái lóð við Æðartanga nr.14 Ísafirði skv. umsókn og með og þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 472 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Dýrafjarðargangna á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010

16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42 - 1702017F

Lögð er fram fundargerð 42. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 21. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?