Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
948. fundur 17. október 2016 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.HSV - ósk um auka íbúðir til hausts 2017 - 2016060009

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur frá 10. október sl., þar sem óskað er eftir áframhaldandi nýtingu HSV á íbúðum í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð ákveður að leigja HSV áttundu íbúðina á hálfvirði fram til 1. maí 2017.

2.Framtíð menningarminjasafnsins í Hlíð við Núp í Dýrafirði - 2016100012

Lögð er fram umsögn Jóns Sigurpálssonar, f.h. Byggðasafns Vestfjarða, dags. 12. október sl., þar sem bæjarráð óskaði eftir umsögn á beiðni um aðkomu Ísafjarðarbæjar að Menningarminjasafninu í Hlíð við Núp í Dýrafirði.
Bæjarráð getur því miður ekki séð sér fært að taka við rekstri Menningarminjasafnsins í Hlíð við Núp í Dýrafirði. Starfsmenn Ísafjarðarbæjar, nú sem endra nær, eru tilbúnir að vera forstöðumönnum safnsins innan handar.

3.Starfshópur um framtíðarskipan komu skemmtiferðaskipa - 2016090040

Tillaga um að stofnaður verði starfshópur um framtíðarskipan skemmtiferðaskipakoma var samþykkt á 386. fundi bæjarstjórnar. Bæjarráð leggi fram tillögu við bæjarstjórn um fulltrúa starfshópsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir tilnefningum frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða og SFS. Bæjarráð leggur fram tillögu að fulltrúum síðar.

4.Ráðstefna um móttöku skemmtiferðaskipa - 2016100024

Lagður er fram tölvupóstur Birnu Lárusdóttur, verkefnastjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða, vegna ráðtefnu í apríl 2017 um móttöku skemmtiferðaskipa, þar sem m.a. er óskað eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

5.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, frá 12. október sl., þar sem óskað er eftir framlagi í uppbyggingu Sundabakka Ísafjarðarhafnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046

Lögð er fram viljayfirlýsing og tillaga að bréfi vegna umræðna í tengslum við vatnskaup af Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda framlagt bréf til Amel Group og Gallani Consultants.

7.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Umræður um stöðu fjárhagsáætlunar 2017 og lagðar eru fram tillögur gjaldskrám Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2017.
Bæjarráð vísar gjaldskrám Ísafjarðarbæjar til umræðu í bæjarstjórn.

8.Opinn fundur um fiskeldismál - 2016100028

Lagður er fram tölvupóstur frá Fiskeldisfréttum frá 12. október sl., þar sem kynntur er opinn fundur um fiskeldismál sem haldinn verður 18. október n.k. á Hótel Framtíð, Djúpavogi.
Lagt fram til kynningar.

9.Ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 2016 - 2016100027

Lagt er fram fundarboð vegna 19. ársfundar náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar sem haldinn verður 10. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 463 - 1609020F

Fundargerð 463. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. október sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Lögð fram til kynningar.
  • 10.3 2016020047 Fjárhagsáætlun 2017
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 463 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja nýja tekjuliði inn í gjaldskrá fyrir árið 2017

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35 - 1609011F

Fundargerð 35. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 11. október sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lögð fram til kynningar.
  • 11.1 2016020047 Fjárhagsáætlun 2017
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35 Umhverfisnefnd leggur til að sorpgjöld verði hækkuð, vegna kostnaðar við sorpförgun, þannig að málaflokkurinn verði ekki rekinn með eins miklum halla, nefndin leggur til að gjöld á sorphirðun og förgun í þéttbýli hækki úr kr. 40.558 í kr. 46.642 á ári, gjöld á sorpförgun í dreifbýli hækku úr kr. 27.554 í kr. 31.687 á ári og gjöld á sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með takmarkaða íveru vegna snjóflóðahættu hækku úr kr. 13.653 í kr.15.700 á ári. Umhverfisnefnd leggur til að aðrar gjaldskrár hækki í samræmi við verðlagsþróun.

12.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 134 - 1609021F

Fundargerð 134. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 11. október sl., fundagerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?