Bæjarráð

944. fundur 19. september 2016 kl. 08:05 - 08:32 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Nýherji hf. - samningur um tölvuþjónustu - 2012100042

Lögð er fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá 15. september sl., varðandi samning Ísafjarðarbæjar við Nýherja um tölvuþjónustu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

2.Boð á aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða og málþing um ferðamál - 2016090022

Lagt er fram til kynningar boð Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfund samtakanna og málþing um ferðamál sem haldið verður mánudaginn 19. september nk.
Lagt fram til kynningar.

3.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir fjármagni í frumhönnun framtíðaruppbyggingar og -skipulags á hafnarsvæðum sveitarfélagsins á fjárhagsáætlun 2017.
Bæjarráð tekur vel í beiðnina og vísar henni til fjárhagsáætlunar 2017.

4.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Lögð er fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar um áfallinn kostnað bæjarins 14. september 2016 vegna samkeppninnar um Sundhöllina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

5.Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, sérfræðings á stjórnsýslu- og fjármálasviði, dags. 16. september sl, um skatttekjur og laun janúar til ágúst 2016.
Helga mætir til fundarins og gerir grein fyrir skatttekjum og launum janúar til ágúst 2016.
Helga yfirgefur fundinn kl. 08:20.

Gestir

  • Helga Ásgeirsdóttir, sérfræðingur á stjórnsýslu- og fjármálasviði - mæting: 08:15

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 13. september sl., um viðauka 6 vegna leiðréttingar á áætluðum efnahagsreikningi 2016 ásamt færslum viðaukans, yfirliti um fjárhagslegar ráðstafanir og leiðréttum áætluðum efnahagsreikningi 2016.
Edda María gerir grein fyrir viðauka nr. 6 vegna leiðréttinga á áætluðum efnahagsreikningi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
Edda María yfirgaf fundinn kl. 8:31.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:22

7.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram til kynningar fundargerð aðalfundar Hverfisráðs eyrar og efribæjar á Ísafirði sem haldinn var 1. september sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?