Bæjarráð

940. fundur 22. ágúst 2016 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ósk um samstarf við Ísafjarðarbæ - 2016080022

Lagt fram bréf frá dýraverndunarfélaginu Villikettir, dags. 14. ágúst, þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um mannúðlegar leiðir til að stemma stigu við fjölgun villi- og vergangskatta.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar.

2.Heimsókn til Færeyja - 2016070001

Umræður um hugsanlega heimsókn til Færeyja í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að Færeyingar gáfu leikskóla á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra hugsanlega heimsókn.

3.Símaþjónusta Ísafjarðarbæjar - 2014100025

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, ásamt samningi við Vodafone um ytri símaþjónustu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um málið.

4.Bæjarstjórnarfundir 2016 - 2016060042

Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 18. ágúst, þar sem fram koma tillögur að dagsetningum bæjarstjórnarfunda t.o.m. júní 2017.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.

5.Snjótroðari - 2016080029

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 19. ágúst, um kaup á snjótroðara fyrir Skíðasvæðið á Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um kaup á snjótroðara.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lögð fram drög að viðauka 05 vegna breytinga á sviði fræðslumála á árinu 2016, yfirlit um fjárhagslegar ráðstafanir og minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 19. ágúst.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

7.Sorpmál - Samningar - 2011010069

Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. ágúst, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að framlengja og breyta verksamningi um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samkomulag um framlengingu vegna sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

8.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 19. ágúst, þar sem óskað er eftir heimild til að hefja söluferli fasteignarinnar að Seljalandsvegi 102.
Bæjarráð veitir sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs heimild til að hefja söluferli á fasteigninni Seljalandsvegur 102.

9.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

Lögð er fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var 14. júlí.
Lagt fram til kynningar.
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn kl. 08:47.

10.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Tekin fyrir að nýju beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II að Fitjateig 3 í Hnífsdal.
Í umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa kemur fram að umsóknin sé ekki í samræmi við skipulag Ísafjarðarbæjar. Þar sem um endurnýjun er að ræða gerir bæjarráð þó ekki athugasemd við að rekstrarleyfið verði framlengt að þessu sinni í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá 4. júlí sl.
Bæjarráð bendir umsækjanda á að hægt er að óska eftir breytingu á skipulagi, sem bæjarráð telur ekki óeðlilegt í þessu tilviki.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 18. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, 794. mál.
Lagt fram til kynningar.

12.FENÚR - ráðstefna - 2016080031

Lagður fram tölvupóstur frá Lúðvík Eckardt Gústafssyni, dags. 19. ágúst, um málþing um hringrásarhagkerfið.
Lagt fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 461 - 1607012F

Lögð fram fundargerð 461. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 17. ágúst. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lögð fram til kynningar.

14.Fræðslunefnd - 370 - 1608007F

Lögð fram fundargerð 370. fundar fræðslunefndar frá 18. ágúst. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lögð fram til kynningar.

15.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 145 - 1608007F

Lögð fram fundargerð 145. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 19. ágúst. Fundargerðin er í 1 lið.
Lögð fram til kynningar.

16.Þátttaka Ísafjarðarbæjar í Menningarnótt í Reykjavík 2016 - 2016060019

Bæjarráð þakkar Reykjavíkurborg, þá sérstaklega borgarstjóra og starfsfólki Höfuðborgarstofu fyrir höfðinglegar móttökur á Menningarnótt. Einnig eiga sérstakar þakkir skildar Fjallabræður, Ísfirðingafélagið og Rás 2 auk allra annarra sem tóku þátt í að gera Menningarnótt að skemmtilegum degi.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?