Bæjarráð

927. fundur 25. apríl 2016 kl. 08:05 - 08:27 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Snjóflóðavarnir undir Kubba - 2010120048

Lagt er fram svar Hafsteins Steinarssonar, verkefnastjóra hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna fyrirspurnar Ísafjarðarbæjar um nauðsyn lagningar þjónustuvegar vegna ofanflóðavarna í Kubba.
Bæjarráð telur að lágmarka þurfi raskið og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ársreikningur 2015 til kynningar - 2016020005

Lagður er fram til kynningar ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2015.
Lagður fram til kynningar.

3.Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

Lagður er fram tölvupóstur Andra Árnasonar frá 12. apríl sl., ásamt úrskurði úrskurðarnefndar vegna Viðlagatryggingar, þar sem ákvörðun stjórnar Viðlagatryggingar er felld úr gildi.
Lagt fram til kynningar.

4.Þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun - 2016010027

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
Bæjarráð fól formanni bæjarráðs, formanni hafnarstjórnar og bæjarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd bæjarins.

5.Frumvarp til laga um útlendinga - 2016010027

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

6.Þingsályktunartillaga um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna - 2016010027

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Bæjarráð vísar þingsályktunartillögunni til félagsmálanefndar.

Fundi slitið - kl. 08:27.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?