Bæjarráð

924. fundur 04. apríl 2016 kl. 08:05 - 09:17 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Úthlutun 2015 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2014090008

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Guðna Geirs Einarssonar, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, f.h. innanríkisráðherra, dags. 8. mars sl., þar sem veittar eru ítarlegar upplýsingar um úthlutanir og greiðslur einstakra framlaga úr Jöfnunarsjóðnum á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

2.Viðauki A við fjárhagsáætlun 2016 vegna aukningar stöðugilda á Eyrarskjóli - 2016010036

Lögð eru fram drög að viðauka A vegna aukins stöðugildis sérkennslustjóra og stuðningsfulltrúa á Eyrarskjóli á árinu 2016.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki A vegna aukins stöðugildis sérkennslustjóra og stuðningsfulltrúa á Eyrarskjóli á árinu 2016 verði samþykktur.

3.Viðauki B við fjárhagsáætlun 2016 vegna byggingar þybbu. - 2016010036

Lögð eru fram drög að viðauka B vegna byggingar þybbu (stuðkants) á Mávagarði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki B vegna byggingar þybbu (stuðkants) á Mávagarði á árinu 2016 verði samþykktur.

4.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

Lögð eru fram drög að tímaáætlunum fjárhagsáætlunar 2017.
Lagt fram til kynningar.

5.Ljósleiðarauppbygging opinberra aðila - 2014110053

Lögð eru fram drög að umsókn Ísafjarðarbæjar um styrki til ljósleiðaravæðingar á árinu 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk til ljósleiðaratenginga.
Björn Davíðsson yfirgefur fundinn kl. 8:52.

Gestir

  • Björn Davíðsson, starfsmaður Snerpu - mæting: 08:22

6.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram umsókn Úlfs Þórs Úlfarssonar, dags. 1. apríl sl., um gistileyfi í flokki II fyrir Hafnarstræti 13, Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka umsóknina til afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum.
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn undir þessum lið.

7.Fossavatnsgangan - aðstaða, uppbygging og framtíð. - 2013120036

Lögð eru fram drög að samstarfssamningi Skíðafélags Ísfirðinga og Ísafjarðarbæjar um framkvæmd Fossavatnsgöngunnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Hátíðarnefnd - 8 - 1603015F

Fundargerð 8. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lögð fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 453 - 1603010F

Fundargerð 453. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 30. mars sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Lögð fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 453 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum úr grenndarkynningu.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 453 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðir 1, 2 og 3 verði stofnaðar samkvæmt uppdrætti. Nefndin bendir á að til að reisa nýtt hús á landi Sæborgar, Sæbóls og Garða þurfi að liggja fyrir samþykki allra eigenda jarðanna.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 453 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir 15kW heimarafstöð í landi Kirkjubóls í Bjarnadal enda sé það í samræmi við ákvæði Aðalskipulags um heimarafstöðvar.

10.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016030064

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 31. mars sl., með tillögum um aukafundi bæjarstjórnar vegna staðfestingar ársreiknings.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að haldnir verði aukafundir í bæjarstjórn 28. apríl og 12. maí og að felldur verði niður bæjarstjórnarfundur 19. maí.

Fundi slitið - kl. 09:17.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?