Bæjarráð

921. fundur 07. mars 2016 kl. 08:05 - 08:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.XXX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2016020019

Boðun XXX. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 8. apríl 2016 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2016020019

Lagðar eru fram fundargerðir 835. og 836. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldnir voru 29. janúar sl. og 26. febrúar sl.
Bæjarráð tekur undir með Byggðaráði Dalvíkurbyggðar að lausn þurfi að finna á framlagi vegna sölu félagslegra eignaríbúða samhliða nýjum húsnæðisfrumvörpum ríkisstjórnarinnar.

3.Þingsályktunartillaga um endurskoðun laga um lögheimili - 2016010027

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Þingsályktunartillaga um hæfisskilyrði leiðsögumanna - 2016010027

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. mars sl., um snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ og umsagnir hverfisráða Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar tillögum að snjómokstursreglum til bæjarstjórnar.

6.Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

Lagt er fram bréf Viðars Helgasonar og Sverris Jónssonar, f.h. fjármála- og efnahagsráðherra, dags. 2. mars sl., varðandi fjárframlag til að mæta kostnaði Ísafjarðarbæjar af vatnsflóðum í febrúar 2015.
Lagt fram til kynningar.

7.Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, frá 4. mars sl., með rekstraryfirliti desember 2015 og skatttekjum og launum janúar 2016.
Lagt fram til kynningar.
Helga yfirgaf fundinn kl. 8:40.

Gestir

  • Helga Ásgeirsdóttir - mæting: 08:30

8.Hafnarstjórn - 183 - 1603001F

Fundargerð 183. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 1. mars sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?