Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
919. fundur 22. febrúar 2016 kl. 08:05 - 08:58 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarráð á 166. fundi sínum að Vestri fengi yfirráð yfir Vallarhúsinu á Torfnesi. Gerður yrði samningur um notkun hússins til eins árs í upphafi. Nefndin fól starfsmanni að gera drög að samningi, í samstarfi við HSV fyrir hönd Vestra. Drög að samningnum verði lögð fyrir nefndina áður en hann verður undirritaður.
Bæjarráð samþykkir að gerð verði drög að samningi við Vestra vegna Vallarhússins á Torfnesi.

2.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Vísað frá 166. fundi íþrótta- og tómstundanefndar. Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarráð á 166. fundi sínum að gengið yrði til samninga við GÍ á grundvelli fjárhagsáætlunar 2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá sambærilegum uppbyggingarsamningi við GÍ og gerður var árið 2015.

3.Ársskýrsla 2015 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2016020049

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2015, sem unnin er af Þorbirni J. Sveinssyni, slökkviliðsstjóra í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

4.Úthlutun 2015 - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - 2014090008

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, dags. 17. febrúar sl., um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 18. febrúar sl., ásamt umsókn Kristófers Loga Arnarsonar, dags. 2. febrúar sl., um rekstrarleyfi til sölu heimagistingar.
Lagt fram til kynningar.

6.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 18. febrúar sl., ásamt umsókn Ískleif ehf., dags. 18. febrúar sl., um rekstrarleyfi til sölu íbúðagistingar.
Lagt fram til kynningar.

7.BsVest - rekstur og mögulegar úrbætur í málaflokki fatlaðra - 2016020065

Lögð er fyrir skýrsla R3-Ráðgjafar ehf.: Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, rekstur og mögulegar umbótaaðgerðir, sem útgefin var í janúar 2016, auk greinargerðar fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar vegna skýrslunnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Lagðar eru fram tilnefningar Arkitektafélags Íslands að dómurum í dómnefnd í samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilnefning Arkitektafélags Íslands á dómurum í dómnefnd í samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar verði samþykkt.

9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 140 - 1602011F

Fundargerð 140. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 11. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 364 - 1602014F

Fundargerð 364. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 18. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.

11.Hátíðarnefnd - 6 - 1602016F

Fundargerð 6. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 16. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 166 - 1602010F

Fundargerð 166. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 17. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:58.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?