Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
914. fundur 18. janúar 2016 kl. 08:05 - 09:30 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lagður er fram tölvupóstur Hörpu Grímsdóttur og Tómasar Jóhannessonar, f.h. Veðurstofu Íslands, frá 7. janúar sl. með svörum um fyrirspurn Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra varðandi stoðvirki í Kubba.
Bæjarráð þakkar Veðurstofu Íslands fyrir svörin. Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda fund með íbúum um kynningu á snjóflóðavörnum í Kubba og svara bréfi Gauta Geirssonar o.fl. frá 3. desember sl.

2.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Í framhaldi ákvörðunar bæjarstjórnar frá 19. mars 2015 er komið að því að skipuð verði dómnefnd vegna fyrirhugaðrar samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Í dómnefndinni verða 5 fulltrúar, þar af 3 frá Ísafjarðarbæ en 2 munu koma frá Arkitektafélagi Íslands.
Daníel Jakobsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður getur með engu móti fallist á það að tímabært sé orðið að skipa dómnefnd um hönnunarsamkeppni Sundhallar við Austurveg. Ísafjarðarbær á alveg eftir að móta umrædda samkeppni, gera þarfagreiningu og ákveða um hvað hún á að vera nákvæmlega.
Næstu skref ættu þ.a.l., áður en dómnefnd er skipuð, að vera þau að Ísafjarðarbær klári þá vinnu og í framhaldi taki ákvörðun um skipan dómnefndar. Hafa ber í huga að ekkert hefur verið aðhafst í umræddu máli frá því að það var síðast tekið fyrir í mars sl. Þann tíma hefði mátt nýta í umrædda vinnu."

Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson leggja fram eftirfarandi bókun við bókun Daníels:
"Unnið er eftir leiðbeiningum frá Arkitektafélagi Íslands við mótun hönnunarsamkeppni Sundhallar Ísafjarðar en þar kemur fram að skipa skuli dómnefnd sem vinni að keppnislýsingu í samstarfi við útbjóðanda sem er Ísafjarðarbær. Í samþykkt bæjarstjórnar frá því í mars 2015 er gert ráð fyrir að skipulags- og byggingarnefnd komi að þessari vinnu sem og íþrótta- og tómstundanefnd og það verður gert."

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn skipi 3 fulltrúa í dómnefnd vegna fyrirhugaðrar samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðarbæjar og umhverfi hennar við Austurveg.

Samþykkt með 2-1.

3.Endurmat á málefnum fatlaðs fólks - 2015080077

Lagt er fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, f.h. Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 8. janúar sl. varðandi greiðslu Ísafjarðarbæjar á framlagi til Byggðasamlagsins.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gagnrýnir harðlega þá niðurstöðu innanríkisráðherra, að fenginni tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs, að ekki beri að styðja fyllilega við málaflokk fatlaðs fólks á Vestfjörðum, heldur láta Vestfirsk sveitarfélög sitja uppi með ógreiddan reikninginn af þjónustunni. Þetta er þvert á þau fyrirheit sem gefin hafa verið Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólk. Ekki verður unað við þessa niðurstöðu.

4.Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ - 2011110042

Í-listi leggur til að tillaga tæknideildar Ísafjarðarbæjar um breytingar á snjómokstursreglum Ísafjarðarbæjar verði vísað til umsagnar í hverfisráðum sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu Í-listans og felur bæjarstjóra að kynna tillögurnar með frekari hætti.

5.Vinna um samræmda lóðaafmörkun - 2016010024

Bréf Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi samræmda lóðaafmörkun.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

6.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

Lögð er fram umsókn Kristínar Pétursdóttur, dags. 27. nóvember sl., um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Sæbóli 3, Ingjaldssandi.
Lagt fram til kynningar.

7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Lögð fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna hækkunar stöðugildis á leikskólanum Eyrarskjóli.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera lokadrög að viðaukanum og leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

8.Húsbyggingasjóður Þroskahjálpar. - 2012090046

Lagður fram tölvupóstur frá Árna Múla Jónassyni, framkvæmdastjóra Landssamtaka Þroskahjálpar frá 15. janúar sl. varðandi byggingu fjölbýlishúss fyrir Þroskahjálp.
Bæjarráði þykir leitt að Þroskahjálp skuli draga sig út úr málinu þegar það er loksins komið rekspöl.

9.Hátíðarnefnd - 3 - 1601007F

Lögð fram fundargerð 3. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 12. janúar sl. Fundargerðin er í einum lið.
Lögð fram til kynningar.

10.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 130 - 1601005F

Lögð fram fundargerð 130. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 12. janúar sl. Fundargerðin er í einum lið.
Lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 448 - 1601001F

Lögð fram fundargerð 448. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. janúar sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lögð fram til kynningar.

12.Félagsmálanefnd - 405 - 1601009F

Lögð fram fundargerð 405. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. janúar sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?