Bæjarráð

912. fundur 21. desember 2015 kl. 08:05 - 10:05 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. - 2010080057

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða verði veittar kr. 1.000.000,- af framlagi samnings milli Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni árið 2015 og kr. 1.000.000,- af framlagi samkvæmt samningnum til Atvest árið 2016.
Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar.

2.Upplýsingabeiðni vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði - 2015040014

Lagt er fram bréf Páls Gunnars Pálssonar og Vals Þráinssonar, f.h. Samkeppniseftirlitsins, dags. 4. desember sl., þar sem óskað er sjónarmiða við frummatsskýrslu um eldsneytismarkað.
Lagt fram til kynningar.

3.Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015, rekstrarleyfi - 2015010098

Lögð er fram umsókn Hótels Ísafjarðar hf., dags. 7. desember sl., um rekstrarleyfi til sölu gistingar.
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn undir þessum lið kl. 08:20.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Daníel mætir aftur til fundarins kl. 8:22.

4.Mannvirkjastofnun - ýmis erindi 2014-2015 - 2014100048

Lagt er fram bréf Péturs Valdimarssonar, f.h. Mannvirkjastofnunar, dags. 14. desember sl., þar sem vakin er athygli á því að brunavarnaráætlun Ísafjarðarbæjar sé fallin úr gildi.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

5.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu á húsinu Engi, sbr. minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. desember sl. að gerðum þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Mín tillaga er að heppilegra sé að selja fasteignina. Líklegt má telja að söluandvirði sé ekki undir 10 milljónum króna. Það mætti nýta til að lækka skuldir bæjarins. Til viðbótar er árlegur rekstrarkostnaður ábyggilega ekki undir 2 milljónum á ári með viðhaldi og rekstrarkostnaði."

Meirihluti bæjarráðs er hlynnt tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar og vísar henni til bæjarstjórnar.

6.Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, dags. 18. desember sl., með rekstraryfirliti október 2015 og skatttekjum og launum nóvember 2015.
Helga gerir grein fyrir rekstraryfirliti Ísafjarðarbæjar fyrir október 2015.
Helga Ásgeirsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8:38.

Gestir

  • Helga Ásgeirsdóttir, starfsmaður fjármálasviðs - mæting: 08:31

7.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 138 - 1512011F

Fundargerð 138. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 15. desember sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

8.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 129 - 1511027F

Fundargerð 129. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 14. desember sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?