Bæjarráð

908. fundur 23. nóvember 2015 kl. 08:05 - 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram verkefnalisti bæjarstjóra sem vinnuskjal.
Lagt fram til kynningar.

2.Snjóflóðavarnir undir Kubba - 2010120048

Lagt er fram bréf Hafsteins Pálssonar og Sigríðar Auðar Arnardóttur, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 17. nóvember sl., vegna næsta áfanga í ofanflóðavörnum Holtahverfis á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

3.Landsmót UMFÍ 50 Ísafirði 2016 - 2015110035

Lagður er fram undirritaður samstarfssamningur Landsmótsnefndar UMFÍ 50 og Ísafjarðarbæjar um framkvæmd 6. landsmóts UMFÍ 50 á Ísafirði í júní 2016, dags. 17. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?