Bæjarráð

907. fundur 16. nóvember 2015 kl. 08:05 - 10:02 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 - 2015090088

Tillaga fræðslunefndar um að sumarlokun leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar verði með sama hætti og sumarið 2015 er tekin upp að nýju.
Lagt er fram bréf starfsfólks leikskólans Sólborgar, Torfnesi, dags. 11. nóvember sl., vegna sumarlokana leikskólanna á Ísafirði 2016. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Sigríðar Kristjánsdóttur, formanns fræðslunefndar, frá 12. nóvember sl.
Málið verður lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

2.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

Tillaga fræðslunefndar um að Bakkaskjól verði opnað ef þörf krefur frá upphafi árs 2016 er aftur tekin fyrir þar sem bæjarráð hefur fengið frekari upplýsingar og fund með formanni fræðslunefndar og leikskólastjórum.
Málið verður lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

3.Ránargata 10, kauptilboð - 2015100055

Lagt er fram tilboð í fasteignina Ránargötu 10, Flateyri, sem trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir framlagt kauptilboð.

4.Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 13. nóvember sl. vegna kostnaðar við Hjúkrunarheimilið Eyri, árið 2015. Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að leita fjármögnunar á þeim kostnaði sem fór fram úr fjárhagsáætlun 2015.
Þegar hefur verið óskað eftir skýringum á framúrkeyrslunni, bæjarráð óskar eftir að fá upplýsingar þar um eins fljótt og auðið er.
Brynjar Þór yfirgaf fundinn kl. 9:00

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætti til fundar undir þessum lið - mæting: 08:47

5.12. viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lögð eru fram frumdrög að viðauka 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015, vegna lífeyrisskuldbindinga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera lokadrög að viðaukanum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

6.9 mánaða uppgjör Ísafjarðarbæjar árið 2015 - 2015080056

Lagt er fram 9 mánaða uppgjör Ísafjarðarbæjar árið 2015.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir 9 mánaða uppgjöri Ísafjarðarbæjar 2015.

7.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Fjárhagsáætlun 2016.
Fyrri umræður um fjárhagsáætlun 2016 fara fram á næsta bæjarstjórnarfundi.

8.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

Lögð er fram fundargerð 34. verkfundar Framkvæmdasýslu ríkisins, sem haldinn var 6. nóvember sl., vegna ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla.
Lögð fram til kynningar.

9.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020

Lögð er fram til kynningar fundargerð eigendafundar aðildarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða frá 4. nóvember sl.
Lögð fram til kynningar.

10.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020

Lögð er fram til kynningar 96. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 20. ágúst sl.
Lögð fram til kynningar.

11.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020

Lögð er fram til kynningar 97. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 24. september sl.
Lögð fram til kynningar.

12.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020

Lögð er fram til kynningar 98. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 3. nóvember sl.
Lögð fram til kynningar.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 162 - 1511006F

Fundargerð 162. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. nóvember sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lögð fram til kynningar.

14.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 445 - 1510017F

Fundargerð 445. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.

15.Fasteignagjöld á íbúðir í útleigu til ferðamanna, gististaði - 2015080010

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. nóvember sl., í kjölfar beiðnar Jónasar Þórs Birgissonar bæjarfulltrúa, um samantekt á skráningu gististaða.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna fasteignaeigendum breytingu á álagningu fasteignaskatts af gistiheimilum, þar sem gjaldaflokknum er breytt úr íbúðahúsnæði í atvinnuhúsnæði.

16.Tilnefning fulltrúa í öldungaráð Ísafjarðarbæjar - 2014080062

Óskað er eftir tilnefningu bæjarstjórnar á tveim fulltrúum og tveim til vara í öldungaráð Ísafjarðarbæjar, sbr. samþykktir fyrir öldungaráð Ísafjarðarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 19. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Umsókn um rekstrarstyrk - 2015110014

Harpa Guðmundsdóttir, forstöðukona Vesturafls, mætir til fundarins f.h. Vesturafls, að beiðni 906. fundar bæjarráðs.
Harpa gerði grein fyrir rekstri Vesturafls.

Gestir

  • Harpa Guðmundsdóttir mætir til fundarins undir þessum lið - mæting: 09:00

18.Land undir frístundahúsabyggð í Dýrafirði - 2015110025

Lagt er fram minnisblað Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 13. nóvember sl. varðandi beiðni um land undir frístundahúsabyggð í Dýrafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði viljayfirlýsing um að svæðinu F25 verði útdeilt til óstofnaðs félags PK-arkitekta ehf. til deiliskipulagsgerðar fyrir 5 lóðir fyrir frístundahús.

Fundi slitið - kl. 10:02.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?