Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
906. fundur 09. nóvember 2015 kl. 08:05 - 09:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.I AM PRO SNOW - Loftslagsmál á köldum svæðum - 2015110008

Lagður er fram tölvupóstur Lindsey Halvorson frá 3. nóvember sl., varðandi verkefnið "I AM PRO SNOW".
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita áskorun vegna verkefnisins.

2.Þrettándagleðin - 2015110009

Lagt er fram bréf kvenfélagsins Hlífar, sem barst 4. nóvember sl., varðandi þrettándagleðina í Bolungarvík og á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu.

3.Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2015 - 2015010017

Lagt er fram bréf Sunnu Áskelsdóttur, f.h. Landgræðslu ríkisins, dags. 2. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2015.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

4.Fyrirspurn varðandi fjallskilanefnd - 2015100024

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 6. nóvember sl., vegna fyrirspurnar varðandi fjallskilanefnd.
Bæjarráð felur umhverfis- og framkvæmdanefnd að gera tillögur að breytingum á bæjarmálasamþykktum og að tilnefna fulltrúa í fjallskilanefnd í samræmi við tillögur framlagðs minnisblaðs.

5.Sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 - 2015090088

Fræðslunefnd leggur til að sumarlokun 2016 verði með sama hætti og sumarið 2015, þ.e. leikskólarnir Eyrarskjól og Sólborg loki í 2 vikur og foreldrar velji tvær vikur fyrir eða eftir.
Bæjarráð vill að kostnaður við þessa tilhögun sé kannaður betur og vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

6.Móttökuáætlun innflytjenda - 2015010086

Á 403. fundi sínum lagði félagsmálanefnd til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að Védís Geirsdóttir yrði skipuð í vinnuhóp með starfsmönnum á fjölskyldusviði um gerð áætlunarinnar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

7.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

Fræðslunefnd leggur til að farið verði í það að opna Bakkaskjól ef þörf krefur, frá upphafi árs 2016.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum og fundi með formanni fræðslunefndar og leikskólastjórum.

8.Samstarfsbeiðni Sólstafa Vestfjarða - 2015040006

Lagt er fram bréf Lísbetar Harðardóttur og Bjargar Sveinbjörnsdóttur, f.h. Sólstafa Vestfjarða, dags. 6. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi félagsins.
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2016.
Kristján Andri Guðjónsson yfirgaf fundinn undir þessum lið.

9.Snorraverkefnið 2016 - 2015110012

Lagt er fram bréf Ástu Sólar Kristjánsdóttur, f.h. Snorraverkefnisins, dags. 30. október sl., þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins árið 2016.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við óskinni að svo stöddu.

10.Umsókn um rekstrarstyrk - 2015110014

Lagt er fram bréf Hörpu Guðmundsdóttur, f.h. Vesturafls, dags. 1. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk til fjármögnunar reksturs Vesturafls.
Bæjarráð tekur vel í beiðni um fund og felur bæjarstjóra að boða fulltrúa Vesturafls á næsta fund bæjarráðs.

11.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Félagsmálanefnd styður tillögu sviðstjóra fjölskyldusviðs varðandi fjölgun stöðugilda sem nemur 50% stöðugildi félagsráðgjafa á sviðinu. Jafnframt styður nefndin umsókn um framlag vegna fjölsmiðju, enda komi Vinnumálastofnun og Menntamálaráðuneyti að rekstrinum með styrkjum. Að síðustu vill nefndin staðfesta framkominn vilja bæjarstjórnar um móttöku flóttamanna en leggur til að viðmiðunarfjárhæð í fjárhagsáætlun verði hækkuð. Varðandi umsókn um styrk frá Sólstöfum Vestfjarða vísar nefndin til bókunar á fundi nr. 402.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

12.Endurskoðun samstarfssamninga haust 2015 - 2015110002

Á 162. fundi sínum lagði íþrótta- og tómstundanefnd til við bæjarstjórn að Samstarfssamningur HSV og Ísafjarðarbæjar og Verkefnasamningur ásamt skilgreiningum verkefna yrði samþykktur með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við samninginn.
Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi í bæjarráði óskar eftir því að bókað verði eftir honum að HSV fái aðeins afnot af fjórum íbúðum Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. í stað sex.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags 5. október s.l., þar sem félagsmálanefnd er send til umsagnar tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.

Þingsályktunartillagan var lögð fram til kynningar á 402. fundi félagsmálanefndar.

Lagt fram til kynningar.

14.Samband íslenskra sveitarafélaga - 2015010049

Lögð er fram fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 11. september sl.
Lögð fram til kynningar.

15.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram til kynningar fundargerð Hverfisráðs Holta-, Tungu og Seljalandshverfis frá 2. nóvember sl.
Lögð fram til kynningar.

16.Félagsmálanefnd - 402 - 1510020F

Lögð er fram fundargerð 402. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 29. október sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Lögð fram til kynningar.

17.Félagsmálanefnd - 403 - 1511003F

Lögð er fram fundargerð 403. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 3. nóvember sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lögð fram til kynningar.

18.Fræðslunefnd - 361 - 1510023F

Lögð er fram fundargerð 361. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 5. nóvember sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Lögð fram til kynningar.

19.Íþrótta- og tómstundanefnd - 161. - 1511004F

Lögð er fram fundargerð 161. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 4. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?