Bæjarráð

904. fundur 26. október 2015 kl. 08:05 - 08:47 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram til umræðu verkefnalisti bæjarstjóra.
Lagt fram til kynningar.
Helga Ásgeirsdóttir, staðgengill fjármálstjóra, mætti til fundarins undir þessum lið kl. 8:17.

2.Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

Lagt er fram mánaðaryfirlit Ísafjarðarbæjar sem tekið er saman í október 2015.
Lagt fram til kynningar.
Helga Ásgeirsdóttir yfirgaf fundinn kl. 8:22.

3.Innkaupareglur Ísafjarðarbæjar - endurskoðun 2014/2015 - 2014050024

Lögð er fram tillaga að breytingum á innkaupareglum Ísafjarðarbæjar.
Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

4.Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins varðandi ársfjórðungsuppgjör og fjölgun starfsmanna í bókhaldi - 2015080056

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 23. október sl., um 9 mánaða uppgjör 2015.
Bæjarráð samþykkir að gert verði 9 mánaða uppgjör samstæðu Ísafjarðarbæjar af utanaðkomandi aðila.

5.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 21. október sl., varðandi ofanflóðavarnir í Kubba.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að hafist verði handa við næsta áfanga í ofanflóðavörnum við Holtahverfi.

6.Rekstur LRÓ 2015-2016 - 2015090059

Tekið er fyrir að nýju erindi LRÓ frá 902. fundi bæjarráðs og lagt fram skjal með áhrifum hækkunar framlagsins til LRÓ á fjárhagsáætlun.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við málið.

7.Kaup á vélsleða á skíðasvæðið - 2015100048

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. október sl., með beiðni um kaup á vélsleða.
Bæjarráð samþykkir beiðni um kaup á vélsleða fyrir skíðasvæðið.

8.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2015/2016 - 2015090027

Lagt er fram bréf Hinriks Greipssonar og Jóhanns Guðmundssonar, f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 20. október sl., með niðurstöðu um úthlutun byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

9.Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, frá 23. október sl., vegna afmælis Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar 2016.
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunar 2016.

10.Suðureyri - óveruleg breyting á aðalskipulagi - 2015100006

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 verði samþykkt og að farið verði með aðalskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem einungis er um fjölbreyttari landnotkun að ræða.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

11.Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði - 2011020059

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir heimild Skipulagsstofnunar til birtingar deiliskipulags Suðurtanga, Ísafirði, í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

12.Dagverðardalur 16 - stofnun lóðar - 2015100033

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin Dagverðardalur 16 verði stofnuð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 444 - 1510006F

Fundargerð 444. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 21. október sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:47.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?