Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
902. fundur 12. október 2015 kl. 08:05 - 09:08 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram verkefnalisti bæjarstjóra sem vinnuskjal.
Bæjarstjóri fer yfir verkefni sem vísað hefur verið til hans af bæjarráði.

2.Tillaga að fjárfestingu Hverfisráðs Önundarfjarðar 2015 - 2011030002

Lögð er fram tillaga Hverfisráðs Önundarfjarðar, frá fundi ráðsins 23. september sl. Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 9. október sl.
Bæjarráð samþykkir tillögu Hverfisráðs Önundarfjarðar um uppsetningu á ærslabelg á Flateyri og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

3.Ágóðahlutagreiðsla 2015 - 2015100019

Lagt er fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dags. 6. október sl., varðandi ágóðahlutagreiðslu 2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 8. október sl., vegna tvístefnu á Aðalgötu, Suðureyri.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð sé tillaga til lögreglustjórans á Vestfjörðum um að Aðalgötu á Suðureyri verði breytt í tvístefnugötu í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar og hverfisráð Súgandafjarðar.

5.Troðaramál á skíðasvæðum Ísfirðinga - 2015070043

Lagður er fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá 7. október sl., þar sem óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á sölu troðara af skíðasvæðum Ísfirðinga.
Bæjarráð samþykkir sölu á Leithner LH500 troðara skíðasvæðis Ísfirðinga samkvæmt framlögðum gögnum.

6.Rekstur LRÓ 2015-2016 - 2015090059

Tekið er aftur fyrir erindi Listaskóla Rögvnaldar Ólafssonar um beiðni um leiðréttingu á styrk til skólans skólaárið 2014-2015, en erindið var tekið fyrir á 899. fundi bæjarráðs og bæjarstjóra falið að vinna að leggja erindið fram að nýju.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna málsins.

7.Samruni Landsbankans hf. og Sparisjóðs Norðurlands. - 2015090087

Lagt er fram til kynningar bréf Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans hf., dags. 23. september sl., vegna framvæmdar uppgjörs vegna samruna Landsbankans hf. og Sparisjóðs Norðurlands ses.
Lagt fram til kynningar.

8.Þáttaröðin Að vestan - N4 - 2015100007

Lagður er fram tölvupóstur Maríu Bjarkar Ingvadóttur, framkvæmda- og framleiðslustjóra N4 Sjónvarps, frá 24. september sl., þar sem kynnt er tillaga að þáttaröðinni Að vestan.
Lagt fram til kynningar.

9.Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

Lögð eru fram gögn vegna trúnaðarmáls.
Bókun er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

10.Fyrirspurn varðandi fjallskilanefnd - 2015100024

Lögð er fram fyrirspurn Helgu Dóru Kristjánsdóttur varðandi skipun fjallskilanefndar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

11.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla - 2013030023

Lögð er fram fundargerð Framkvæmdasýslu ríkisins vegna Ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla frá 1. október sl.
Lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 443 - 1509019F

Fundargerð 443. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 7. október sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lögð fram til kynningar.

13.Hverfisráð Önundarfjarðar - 2011030002

Lögð er fram fundargerð Hverfisráðs Önundarfjarðar 23. september sl.
Lögð fram til kynningar.

14.Ljósleiðari - Holt-Ingjaldssandur, Önundarfirði - 2015090051

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn á 443. fundi sínum að framkvæmdaleyfi verði samþykkt að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í umsögnum og að leiðin verði stikuð úr botni Valþjófsdals upp á Klúkuheiði og niður Brekkudal áður en framkvæmdir hefjast. Nefndin telur að framkvæmdin rúmist innan stefnu aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020, lagnaleiðin verður færð inn á aðalskipulagsuppdráttinn við endurskoðun.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að tillögu bæjarstjóra að veita framkvæmdaleyfið með þeim skilyrðum sem skipulags- og mannvirkjanefnd hefur sett.

Fundi slitið - kl. 09:08.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?