Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
900. fundur 28. september 2015 kl. 08:05 - 09:35 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Endurbætur á bílskúrum við Fjarðarstræti 20, tillaga - 2015080079

Lagt fram bréf frá Birni S Hallssyni, arkitekt, dagsett 8. september sl., þar sem hann óskar eftir umræðu um kaup á skúrbyggingum að Fjarðarstræti 20.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um málið.

2.Málefni kirkjugarða - 2013100065

Lagt fram bréf Björns Baldurssonar, formanns sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar, dagsett 2. september sl., þar sem óskað er eftir að bærinn taki til athugunar að koma að uppsetningu lýsingar á göngustígum í Réttarholtskirkjugarði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna umfang umbeðinnar aðstoðar.

3.Aðalstræti 7, Edinborgarhúsið, Hönnun og frágangur lóðar - 2015090068

Lagt er fram bréf Matthildar Helgadóttur og Jónudóttur, rekstrar- og viðburðarstjóra Edinborgarhússins ehf., dags. 10. september sl., vegna lóðar við Edinborgarhúsið.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum og vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2016.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, ritara nefndasviðs Alþingis, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (heildarlög), 4. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2014/2015 - 2014090054

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var 17. september sl.
Lögð fram til kynningar.

6.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 18. september sl., þar sem upplýst er að ofanflóðasjóður taki þátt í kostnaði vegna viðgerða að Urðarvegi 76, sem skemmdist í asahláku í febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjármögnun Eyrar Hjúkrunarheimilis - 2014090018

Lagt fram bréf velferðarráðuneytis, dagsett 21. september sl., ásamt undirritaðri yfirlýsingu um samþykki til veðsetningar hjúkrunarheimilisins Eyrar, sbr. ákvæði í viðaukasamningi um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

8.Fyrirspurn vegna afgreiðslu erinda - 2015090046

Lögð fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokks, er barst í tölvupósti 23. september sl., þar sem hann óskar eftir upplýsingum um afgreiðslu máls hjá Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi bókun:
"Viðræður við Kjartan Hauksson hófust í júní sl. og stóðu þar til 12. september þegar Kjartan bað um að málið yrði tekið af dagskrá."

9.Trúnaðarmál. - 2015090080

Lagt fram trúnaðarmál.
Bókun er færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

10.Þingmannafundur með Fjórðungssambandi Vestfirðinga - 2014090054

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga þar sem boðað er til þingmannafundar í Félagsheimilinu á Patreksfirði 1. október nk.
Lagt fram til kynningar.
Helga Ásgeirsdóttir mætti til fundarins kl. 08:50 og yfirgaf fundinn kl. 08:57.

11.Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

Lagt er fram rekstaryfirlit fyrir júlí 2015. Einnig er lagt fram yfirlit á skatttekjum og launum fyrir ágúst 2015 af Helgu Ásgeirsdóttur, staðgengli fjármálastjóra dags 25. september 2015.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðstaða til inniklifuræfinga á Ísafirði - 2015090069

Lagður fram tölvupóstur Örvars Dóra Rögnvaldssonar, dagsettur 21. september sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna aðstöðu til inniklifuræfinga á Ísafirði.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

13.Beiðni Aflsins um styrk - 2015010017

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Friðfinnsdóttur f.h. Aflsins, dagsettur 25. september 2015, þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi félagsins.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Arna Lára og Þórdís yfirgáfu fundinn undir þessum dagskrárlið.

14.Beiðni Í kjölfar Bríetar um styrk - 2015010017

Lagður er fram tölvupóstur Ásgerðar Þorleifsdóttur, f.h. Í kjölfar Bríetar, frá 24. september sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna ráðstefnu sem haldin verður 23-25. október n.k.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að fjárhæð 50 þúsund krónur.

15.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

Lögð fram fundargerð verkfundar nr. 31 vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði, dagsett 17. september sl.
Lögð fram til kynningar.

16.Lokanir afgreiðslustöðva Landsbankans í Bolungarvík, Suðureyri og Þingeyri - 2015090065

Umræður um aðgerðir Landsbankans um lokanir afgreiðslustöðva á Suðureyri, Þingeyri og í Bolungarvík.
Formaður bæjarráðs skýrði frá fundi hennar og bæjarstjóra með Einari Kristni Guðfinnssyni og Gunnari Braga Sveinssyni, þingmönnum kjördæmisins, síðastliðinn föstudag þar sem rætt var um aðgerðir í framhaldi af lokun útibúa Landsbankans á Vestfjörðum. Þar var ákveðið að vinna hratt í málinu á næstu tveimur vikum.

17.Félagsmálanefnd - 401 - 1509015F

Lögð fram fundargerð 401. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 24. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lögð fram til kynningar.

18.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 442 - 1509005F

Lögð fram fundargerð 442. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. september sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?