Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
893. fundur 13. júlí 2015 kl. 08:05 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Laugar í Súgandafirði - vatnsréttindi - 2014110014

Lagður er fram til kynningar dómur héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-94/2014 frá 29. júní sl., þar sem stefnandi er GKP ehf., stefndi Orkubú Vestfjarða ohf. og Ísafjarðarbær er réttargæslustefndi.
Lagt fram til kynningar.

2.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2015 - 2015010049

Lagt er fram bréf Klöru E. Finnbogadóttur, starfsmann stjórnar Námsleyfasjóðs, dags. 2. júlí sl., vegna úthlutunar úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2015.
Lagt fram til kynningar.

3.Fyrirspurn um sölu íbúða í eigu FastÍs - 2015070031

Lagt er fram bréf Steinars S. Jónssonar, hjá Garðatorgi eignamiðlun, dags. 8. júlí sl., þar sem spurst er fyrir um mögulega sölu bæjarins á íbúðum í eigu fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur og afla frekari upplýsinga.

4.Leiga á húsnæði vegna skjalageymslna Ísafjarðarbæjar - 2013080040

Lögð eru fram drög að húsaleigusamningi um Norðurtangahúsið vegna sjkalageymslu Ísafjarðarbæjar ásamt athugasemdum bæjarstjóra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur og afla frekari upplýsinga.

5.Rekstur hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði - 2014090018

Lögð eru fram ný drög að samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands og Ísafjarðarbæjar varðandi rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn undir þessum lið.

6.Uppbyggingarsamningar við SFÍ - 2015020007

Lögð eru fram drög að uppbyggingasamningum við Skíðafélags Ísafjarðar, til samþykktar í bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

7.Uppbyggingarsamningar við GÍ - 2015020007

Lögð eru fram drög að uppbyggingarsamningi við Golfklúbb Ísafjarðar vegna ársins 2015, til samþykktar í bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

8.Act Alone - samstarfssamningur 2015-2016 - 2015060010

Lögð eru fram drög að samstarfssamningi við Act Alone vegna hátíðarinnar árin 2015 og 2016, til samþykktar í bæjarráð í sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

9.Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

Lögð verða fram gögn á fundinum vegna eins trúnaðarmáls.
Málið er fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

10.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram fundargerð stjórnar Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar sem haldinn var 4. júní sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 439 - 1507005F

Fundargerð 439. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. júlí sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16 - 1507004F

Fundargerð 16. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. júlí sl., fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?