Bæjarráð

890. fundur 22. júní 2015 kl. 08:05 - 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Daníel Jakobsson er fjarverandi, í hans stað mætir Jónas Þór Birgisson.

1.5. viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lögð eru fram drög að 5. viðauka við fjárhagsáætlun 2015 varðandi ráðningu í tímabundið hlutastarf á tæknisviði.
Drög að viðaukanum voru lögð fyrir 878. fund bæjarráðs sem lagði til við bæjarstjórn að viðaukinn yrði samþykktur. Bæjarstjórn er nú komin í sumarleyfi og skal bæjarráð taka afstöðu til viðaukans.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

2.6. viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lagður er fram 6. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna tómstundarútu og framlags til LÚR.
Drög að viðaukanum voru lögð fyrir 888. fund bæjarráðs sem lagði til við bæjarstjórn að viðaukinn yrði samþykktur. Bæjarstjórn er nú komin í sumarleyfi og skal bæjarráð taka afstöðu til viðaukans.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

3.7. viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lagður er fram 7. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna leigu á geymslu fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.
Drög að viðaukanum voru lögð fyrir 888. fund bæjarráðs sem lagði til við bæjarstjórn að viðaukinn yrði samþykktur. Bæjarstjórn er nú komin í sumarleyfi og skal bæjarráð taka afstöðu til viðaukans.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

4.8. viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lögð eru fram drög að 8. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna ýmissa leiðréttinga.
Drög að viðaukanum voru lögð fyrir 889. fund bæjarráðs sem lagði til við bæjarstjórn að viðaukinn yrði samþykktur. Bæjarstjórn er nú komin í sumarleyfi og skal bæjarráð taka afstöðu til viðaukans.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

5.Bifreiðar í Ísafjarðarbæ, álímingar - 2015020104

Lagt er fram bréf Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 30. apríl sl., móttekið 18. júní sl., þar sem tilkynnt er um bílaálímingar og hvernig vörslu bifreiða skuli háttað eftir að þær eru teknar í vörslu.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

6.Fundargerðir heilbrigðisnefndar - 2015020104

Fundargerð heilbrigðisnefndar 12. júní sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 134 - 1506012F

Fundargerð 134. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 18. júní sl., fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 436 - 1506003F

Fundargerð 436. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. júní sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?