Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
889. fundur 15. júní 2015 kl. 08:05 - 09:03 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lögð eru fram drög að 8. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna ýmissa leiðréttinga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

2.Mánaðaryfirlit 2015 - 2015020081

Lögð eru fram drög að rekstraryfirliti fyrir apríl 2015. Einnig er lagt fram yfirlit á skatttekjum og launum fyrir maí 2015 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra og Helgu Ásgeirsdóttur dags. 12. júní 2015.
Lagt fram til kynningar.

3.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar - 2010080057

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fjármagn í eftirfarandi verkefni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á grundvelli samnings Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélagsins um atvinnuþróunarverkefni:
1. Hækkun framlaga vegna viðburðastjórnunar kr. 1.000.000,-
2. Isafjordur Subarctic Marine Station kr. 1.000.000,-, með fyrirvara um að settu fjármögnunarmarkmiði verði náð.
3. Inwestfjords fjárfestingaverkefni kr. 1.000.000,-

Framlögum Ísafjarðarbæjar til verkefna á grundvelli samningsins vegna ársins 2015 væri því að fullu úthlutað með þessu framlagi.
Bæjarráð samþykkir úthlutunina á grundvelli samnings Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélagsins um atvinnuþróunarverkefni.

4.Lokun stofnana í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - 2014080014

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 11. júní sl., varðandi veitingu leyfis og lokun leikskóla eftir hádegi 19. júní n.k.
Bæjarráð samþykkir að veita öllu starfsfólki leikskóla frí frá kl. 13:00 19. júní n.k. til að fagna þessum viðburði sem mun ekki koma aftur í Íslandssögunni og til þess að verða við tilmælum ríkisstjórnarinnar.

5.Skipulagning á bæjarskrifstofu - 2015060049

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 12. júní sl., um lokun bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar 13. júlí - 3. ágúst.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þá tilhögun að bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar sé lokað í 3 vikur á tímabilinu 13. júlí - 3. ágúst.
Gísli Halldór Halldórsson yfirgaf fundinn kl. 8:30.

6.Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

Félagsmálanefnd samþykkir jafnréttisáætlunina með áorðnum breytingum og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við stefnuna.

7.Hátíðargróðursetning 27. júní 2015 - 2015060034

Lagt er fram boð Gísla Eiríkssonar, formanns Skógræktarfélags Ísafjarðar, dags. 8. júní sl. á hátíðargróðursetningu 27. júní n.k.
Bæjarráð þakkar erindið og hvetur alla til að mæta.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Lögð er fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál, þingskjal 1020.
Lagt fram til kynningar.

9.Raggagarður - Samstarfssamningur, styrkur - 2015040005

Lagt er fram bréf Vilborgar Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra, f.h. Raggagarðs, dags. 5. maí sl. þar sem óskað er eftir framlagi vinnuskóla Ísafjarðar við vinnu í Raggagarði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera nauðsynlegar ráðstafanir.

10.Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu leggur til við bæjarstjórn að drög að samþykktum um öldungaráð Ísafjarðarbæjar verði samþykktar. Nefndin leggur enn fremur til að breytingar verði gerðar á bæjarmálasamþykktinni til samræmis við samþykktir þessar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

11.Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu leggur til við bæjarstjórn að drög að samþykktum um ungmennaráð Ísafjarðarbæjar verði samþykktar. Nefndin leggur enn fremur til að breytingar verði gerðar á bæjarmálasamþykktinni til samræmis við samþykktir þessar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

12.Sparisjóður Norðurlands - aðalfundur 2015 - 2015060029

Lagt er fram fundarboð vegna aðalfundar Sparisjóðs Norðurlands ses. sem haldinn verður 22. júní n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins í umboði Ísafjarðarbæjar.

13.Styrktarsjóður EBÍ 2015 - 2015020086

Lagt er fram fundarboð vegna aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, sem verður haldinn 23. september n.k.
Bæjarráð felur Jónu Benediktsdóttur, kjörnum fulltrúa Ísafjarðarbæjar í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, að mæta til fundarins.

14.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 126 - 1506007F

Fundargerð 126. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 11. júní sl., fundurinn er í 7 liðum.
Lögð fram til kynningar. Góðar umræður sköpuðust á fundinum.

15.Félagsmálanefnd - 398 - 1506001F

Fundargerð 398. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 2. júní sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.

16.Félagsmálanefnd - 399 - 1506009F

Fundargerð 399. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 11. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lögð fram til kynningar.

17.Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 5 - 1506005F

Fundargerð 5. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu sem haldinn var 5. júní sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:03.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?