Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
885. fundur 11. maí 2015 kl. 08:05 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram fyrirspurn Aðalsteins Egils Traustasonar, f.h. hverfisráðs Súgandafjarðar, sem barst 5. maí sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

2.Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2015 - 2015010017

Lagður er fram tölvupóstur Berglindar Helgadóttur, verkefnastjóra Dags Myndlistar, þar sem óskað er eftir ferðastyrk til að halda kynningu um starf myndlistarmannsins í skólum sveitarfélagsins.
Bæjarráð hafnar erindinu.

3.Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

Lögð er fram umsókn Guðríðar Guðmundsdóttur um rekstrarleyfi til heimagistingar að Hlíðarvegi 14, Ísafirði ásamt umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 6. maí sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

4.LÚR-festival 2015, óskað eftir styrk - 2015040004

Lagður er fram tölvupóstur Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, frá 20. apríl sl., með þeim upplýsingum sem óskað var eftir á 881. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að finna því stað innan fjárhagsáætlunar.

5.Héraðsþing HSV 2015 - 2015050011

Lagt er fram boðsbréf Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur, formanns HSV, dags. 6. maí sl., þar sem Héraðssamband Vestfirðinga býður bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar á héraðsþing sitt sem haldið verður 20. maí n.k.
Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa eindregið til að þiggja boðið.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Lögð er fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 344. mál.
Tillagan að þingsályktuninni lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum - 2015050017

Lögð er fram fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn var 16. apríl sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 13 - 1504019F

Fundargerð 13. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar haldinn 7. maí sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?