Bæjarráð

885. fundur 11. maí 2015 kl. 08:05 - 08:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram fyrirspurn Aðalsteins Egils Traustasonar, f.h. hverfisráðs Súgandafjarðar, sem barst 5. maí sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

2.Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2015 - 2015010017

Lagður er fram tölvupóstur Berglindar Helgadóttur, verkefnastjóra Dags Myndlistar, þar sem óskað er eftir ferðastyrk til að halda kynningu um starf myndlistarmannsins í skólum sveitarfélagsins.
Bæjarráð hafnar erindinu.

3.Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

Lögð er fram umsókn Guðríðar Guðmundsdóttur um rekstrarleyfi til heimagistingar að Hlíðarvegi 14, Ísafirði ásamt umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 6. maí sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.

4.LÚR-festival 2015, óskað eftir styrk - 2015040004

Lagður er fram tölvupóstur Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, frá 20. apríl sl., með þeim upplýsingum sem óskað var eftir á 881. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að finna því stað innan fjárhagsáætlunar.

5.Héraðsþing HSV 2015 - 2015050011

Lagt er fram boðsbréf Guðnýjar Stefaníu Stefánsdóttur, formanns HSV, dags. 6. maí sl., þar sem Héraðssamband Vestfirðinga býður bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar á héraðsþing sitt sem haldið verður 20. maí n.k.
Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa eindregið til að þiggja boðið.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Lögð er fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 344. mál.
Tillagan að þingsályktuninni lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum - 2015050017

Lögð er fram fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn var 16. apríl sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 13 - 1504019F

Fundargerð 13. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar haldinn 7. maí sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?