Bæjarráð

884. fundur 04. maí 2015 kl. 08:05 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Purka handverkshús - Beiðni um styrk - 2015040059

Lagt er fram bréf Hjördísar Jónsdóttur, formans Purku handverkshúss á Flateyri, dags. 30. apríl sl., með beiðni um styrk til handa handverkshúsinu.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

2.Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum - 2015020078

Lagt er fram frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum - 2014090009

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Innanríkisráðherra, dags. 28. apríl sl., um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu - 2014090010

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 27. apríl sl. vegna endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð ársfundar Náttúrustofu Vestfjarða og 95. fundar stjórnar - 2014030020

Lögð er fram til kynningar fundargerð ársfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 15. apríl sl. ásamt fundargerð 95. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 14. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Heilbrigðiseftirlit - fundargerð 101. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða - 2015040056

Lagt er fram bréf Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 27. apríl ásamt fundargerð 101. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða sem haldinn var 17. apríl sl. og starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis 2014.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs í tengslum við starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis 2014.

7.Landskerfi bókasafna aðalfundur 2015 - 2015040063

Lagt er fram boð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. 2015 sem haldinn verður 12. maí n.k.
Lagt fram til kynningar.

8.Sameining slökkviliða Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar - 2013020028

Jón Páll Hreinsson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfirðinga, og Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, mæta til fundarins og kynna möguleika á byggðasamlagi slökkviliða á Norðanverðum Vestfjörðum. Meðfylgjandi eru drög að kynningunni sem farið verður yfir.
Bæjarráð tók jákvætt í sameininguna og ræddu næstu skref. Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri vinni málið áfram í samstarfi við bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar og sveitarstjórann í Súðavíkurhreppi ásamt Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Jón Páll og Þorbjörn yfirgáfu fundinn kl.

Gestir

  • Jón Páll Hreinsson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða - mæting: 08:30
  • Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri - mæting: 08:30

9.Asahláka í febrúar 2015 - lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

Herdís Sigurjónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur hjá VSÓ mætir til fundarins og heldur kynningu á stöðu lærdómsskýrslunnar um asahlákuna sem var í febrúar 2015 fyrir alla bæjarfulltrúa.
Bæjarráð þakkar Herdísi fyrir góða kynningu.
Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn kl. 9:15.
Kristján Andri Guðjónsson yfirgaf fundinn kl. 09:45.

Gestir

  • Herdís Sigurjónsdóttir - mæting: 09:00

10.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 125 - 1504010F

Fundargerð 125. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 27. apríl sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?