Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
881. fundur 13. apríl 2015 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Friðuð hús 2015-2016 - 2015040015

Lögð eru fram fram bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, f.h. Minjastofnunar Íslands, dags. 8. apríl sl., með upplýsingum um styrkúthlutanir úr húsafriðunarsjóði.
Lagt fram til kynningar.

2.Trúnaðarmál - 2014090027

Lögð verða fram gögn vegna þriggja trúnaðarmála á fundinum.
Málinu var frestað til næsta fundar.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 431 - 1503015F

Fundargerð 431. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. apríl sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 12 - 1503014F

Fundargerð 12. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. apríl sl., fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.

5.Opin svæði - sláttur - 2014030006

Lagt er fram bréf Brynars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. mars sl., vegna sláttar opinna svæða þar sem lagt er til að samið verði við Kjarnasögun ehf. um verkið.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Kjarnasögun ehf. vegna sláttar opinna svæða að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar og að verkefnið verði minnkað í samráði við umhverfisfulltrúa.

6.Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. - 2012030012

Lagt er fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 1. apríl sl., þar sem tilkynnt er að Dýrfiski hafi verið veitt starfsleyfi til að framleiða allt að 4.200 tonnum á ári af regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Enn fremur er lagt fram til kynningar afrit af starfsleyfi og greinargerð vegna starfsleyfis.
Lagt fram til kynningar.

7.Svalvogar - fasteignagjöld 2014 - 2014040046

Lagður er fram til kynningar úrskurður umhverfis- og auðlindamála, frá 27. mars sl., vegna kæru á ákvörðun Ísafjarðarbæjar um álagningu sorpgjalds fyrir árið 2014 vegna fasteignarinnar Svalvoga í Dýrafirði.
Lagt fram til kynningar.

8.Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2015 - 2015020019

Lagt er fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 24. mars sl., þar sem fram kemur að Ofanflóðanefnd samþykkti umsókn Ísafjarðarbæjar um lán vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á Ísafirði árið 2014.
Lagt fram til kynningar.

9.Lánasjóður - ýmis erindi 2012/2015 - 2012020099

Lagt er fram bréf Óttars Guðjónssonar, f.h. Lánasjóðs Sveitarfélaga, dags. 30. mars sl., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins 17. apríl n.k. og auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.
Lagt fram til kynningar.

10.Upplýsingabeiðni vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði - 2015040014

Lögð er fram beiðni Samkeppniseftirlitsins, dags. 30. mars sl., um upplýsingar vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði í tengslum við skipulags- og lóðarúthlutanir sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman gögn í málinu í samstarfi við bæjarlögmann og senda bréfritara.

11.Tómstundir barna á Þingeyri - akstur strætisvagna - 2015030063

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dags. 27. mars sl., varðandi kostnað við aukaferðir til Flateyrar/Þingeyrar vegna skíðaæfinga barna.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu í ljósi þess að skíðaæfingum er nánast lokið. Bæjarráð telur að skoða þurfi málið í víðara samhengi og samhæfa betur almenningssamgöngur og tómstundir barna með það að markmiði að betra skipulag verði komið á tómstundaakstur barna haustið 2015.

12.Grenjavinnsla 2015 - 2015030094

Lagt er fram bréf Sighvats Jóns Þórarinssonar, f.h. stjórnar Búnaðarfélagsins Bjarma, dags. 31. mars sl., þar sem tilkynnt er ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarfélagsins Bjarma 18. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Samstarfssamningur, styrkur - 2015040005

Lagður er fram tölvupóstur Vilborgar Arnarsdóttur frá 27. febrúar sl., þar sem lagt er til að Ísafjarðarbær geri samstarfssamning við Áhugamannafélagið Raggagarð í Súðavík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

14.LÚR-festival 2015, óskað eftir styrk - 2015040004

Lagður er fram tölvupóstur Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, f.h. skipulagshóps LÚR festival 2015, frá 7. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að ráða starfsmann í eins mánaðar vinnu sumarið 2015.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara og óska eftir nánari upplýsingum.

15.Vestfjarðamótið í handbolta - styrkbeiðni - 2015010017

Lagður er fram tölvupóstur Braga Rúnars Axelssonar, form. handknattleiksdeildar Harðar, dags. 9. apríl sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær styrki keppendur um aðgang að Sundhöll Ísafjarðar á meðan Vestfjarðamótið í handbolta, sem haldið verður 17.-19. apríl n.k., fer fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?