Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
872. fundur 02. febrúar 2015 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson varamaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verslun Súgandi ehf - rekstrarleyfi - 2014120058

Lögð er fram umsókn um rekstrarleyfi Verslunarinnar Súganda ehf., dags. 18. desember sl. ásamt umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 30. janúar sl.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis veitingarstaðar í flokki I til Ásu Dóru Halldórsdóttur, fyrir Skipagötu 3.

2.Skíðheimar Seljalandsdal - fasteignagjöld 2015 - 2015010109

Lögð eru fram drög að samkomulagi við Hollvinafélag Skíðheima.
Bæjarráð samþykkir að ganga að samkomulaginu, en kallar jafnframt eftir áætlun Hollvinafélags Skíðheima um uppbyggingu hússins og hvernig áætlunin sé að verja húsið fyrir snjóflóðum.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

Lögð eru fram drög að 2. viðauka við fjárhagsáæltun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna vinnumarkaðsúrræða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

4.Atvinnumál í Ísafjarðarbæ. - 2010080057

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 30. janúar sl. auk tveggja minnisblaða Shirans Þórissonar, dags. 14. október sl. og 30. janúar sl. í tengslum við samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni.
Atvinnumálanefnd vísar erindinu til umsagnar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

5.BSVest - Ýmis mál 2015 - 2015010113

Lagt er fram til kynningar bréf Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 20. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Uppbygging golfvallarins í Tungudal - 2015010114

Lögð er fram umsókn Golfklúbbs Ísafjarðar um uppbyggingarstyrk, dags. 27. janúar 2015.
Erindinu er vísað til íþrótta- og tómstundanefndar og óskað eftir að fulltrúum bæjarráðs verði boðið til fundar í íþrótta- og tómstundanefnd þegar málið verður tekið fyrir þar.

7.Kaplaskjól 2 Engidal - byggingarleyfi fyrir hesthúsi - 2007100029

Lagt er fram svar Marinós Hákonarsonar, formanns Hestamannafélagsins Hendingar, dags. 29. janúar sl. við bréfi sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs vegna byggingarleyfis og grunnleigusamnings að Kaplaskjóli 2, Engidal.
Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarfulltrúa.

8.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020

Lögð er fram fundargerð 93. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða.
Lögð fram til kynningar.

9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 131 - 1501015F

131. fundur nefndarinnar haldinn 29. janúar sl., fundargerðin er í einum lið.
Lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis - 2014080051

41. fundur nefndarinnar haldinn 28. janúar 2015, fundargerðin er í 4 liðum.
Lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 426 - 1501007F

426. fundur nefndarinnar haldinn 28. janúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 8 - 1501002F

8. fundur nefndarinnar haldinn 22. janúar sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir því að fundur umhverfis- og framkvæmdanefndar hafi verið haldinn á Suðureyri.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?