Bæjarráð

869. fundur 12. janúar 2015 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram til kynningar verkefnalisti bæjarstjóra dags. 9. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

2.Mánaðaryfirlit 2014 - 2014090065

Lagt er fram til kynningar rekstraryfirlit málaflokka 30. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín mætti til fundarins undir þessum lið kl. 8:16 og yfirgefur fundinn kl. 08:23.

3.Unglingadeildin Hafstjarnan - 70 ára afmæli - 2015010051

Lagt er fram bréf Teits Magnússonar, f.h. Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar, dags. 8. janúar sl., þar sem fulltrúum bæjarstjórnar er boðið í 70 ára afmælisveislu Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar.
Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

4.Málefni innflytjenda, ábendingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - 2015010049

Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 8. janúar sl., þar sem komið er á framfæri þremur ábendingum um málefni innflytjenda.
Bæjarráð þakkar ábendingarnar og vísar áfram til félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.

5.Veraldarvinir - sjálfboðaliðar - 2015010027

Lagður er fram tölvupóstur Þórarins Ívarssonar, framkvæmdastjóra Veraldarvina, frá 8. janúar sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

6.Réttindi atvinnulausra hjá Ísafjarðarbæ - 2015010054

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 9. janúar sl., varðandi réttindi atvinnulausra hjá Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð staðfestir að atvinnulausir fái frítt í sund og strætó þar til annað verður ákveðið

7.Þjónustukönnun fyrir sveitarfélög 2015 - 2015010052

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Ólafsdóttur, starfsmanns Capacent, frá 8. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að kaupa skýrslu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð ákveður að hafna boðinu um kaup á skýrslunni vegna lítils úrtaks.

8.Ársskýrsla 2014 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2015010016

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2014.
Lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015 - 2014090054

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 27. nóvember og 9. desember sl.
Lögð fram til kynningar.

10.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 130 - 1412009F

130. fundur - 22. desember sl.
Lögð fram til kynningar.

11.Fræðslunefnd - 352 - 1501003F

352. fundur - 8. janúar sl.
Lögð fram til kynningar.

12.Hafnarstjórn - 176 - 1501005F

176. fundur - 6. janúar sl.
Lögð fram til kynningar.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 424 - 1412012F

424. fundur - 7. janúar sl.
Lögð fram til kynningar.

14.Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

Lögð er fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar Hverfisráðs Súgandafjarðar, sem haldinn var 10. desember sl.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?