Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
865. fundur 01. desember 2014 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Styrkir til menningarmála 2014 - 2014020060

Lagður er fram tölvupóstur Björns G. Björnssonar, frá 19. nóvember sl., þar sem sótt er um styrk vegna útgáfu bókarinnar Fyrsti arkitektinn - Rögnvaldur Ólafsson og verk hans.
Bæjarráð fagnar útgáfu bókarinnar. Bæjarráð bendir Birni G. Björnssyni að sækja um styrk til menningarmála Ísafjarðarbæjar, vorúthlutunar 2015. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara vegna myndefnis.

2.Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk - 2014110066

Lagt fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsett21. nóvember sl., ásamt drögum að reglum Byggðasamlagsins um þjónustuformið notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk.
Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Umræður um fjárhagsáætlun 2015.
Bæjarráð ræðir almennt um fjárhagsáætlun.

4.Snorraverkefnið 2015 - styrkbeiðni. - 2014020105

Lagt fram bréf Ástrósar Signýjardóttur, f.h. Snorraverkefnisins, dagsett17. nóvember sl., þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið sumarið 2015.
Bæjarráð sér sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.

5.Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 55. mál - tillaga til þingsályktunar - 2014110067

Lagður fram tölvupóstur nefndasviðs Alþingis, dagsettur 24. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum.
Lagt fram til kynningar.

6.Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018 - 2014010071

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, f.h. Samb. ísl. sveitarf., dagsettur 25. nóvember sl, ásamt stefnumörkun Sambandsins fyrir árin 2014-2018.
Lagt fram til kynningar.

7.Félagsmálanefnd 24/11. - 1411015F

393. fundur.
Lagt fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd 26/11. - 1411001F

422. fundur
Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd 27/11. - 1411016F

6. fundur
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars) - 2014110048

Lagður er fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 17. nóvember sl. þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars).
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggst alfarið gegn því að ákvæði um lágmarksútsvar sveitarfélaga verði afnumið. Með slíkri aðgerð væri ýtt undir aðstöðumun á milli sveitarfélaga á landinu og samkeppni þeirra á milli. Jafnframt væri hætta á því að ójöfnuður í samfélaginu mundi aukast þar sem einstaka sveitarfélög gætu boðið útsvarsprósentu sem væri miklum meirihluta þeirra ómögulegt að bjóða. Þá er líklegt að skekkja myndi myndast á milli þess hvar fólk býr og hvar það þiggur sína þjónustu.

Rökin fyrir lögbindingu lágmarksútsvarshlutfalls eru þau að allir íbúar landsins sem greiða skatt af tekjum sínum á annað borð skuli greiða sinn lágmarkshluta af kostnaði við þá samfélagsþjónustu sem sveitarfélögin veita íbúum landsins. Þau rök eiga jafnvel við nú og þegar lögin um tekjustofna sveitarfélaga voru samþykkt árið 1995.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?