Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1355. fundur 15. janúar 2026 kl. 08:10 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Sorphirða og -förgun - útboð 2025 - 2024100021

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. janúar 2026, auk draga að viðauka við samning um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ, þar sem lagt er til við bæjarráð að heimila bæjarstjóra að framlengja verksamning við Kubb ehf. tímabundið frá og með 1. janúar 2026 og þar til nýr samningur tekur gildi, þó aldrei lengur en til 1. maí 2026, til að tryggja samfellda þjónustu við íbúa á meðan útboðsferli stendur yfir.

Bæjarráð samþykkir tillögu um tímabundna framlengingu við Kubb á verksamningi um sorphirðu og förgun.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2026 - starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 2026010014

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 8. janúar 2026, mál nr. 258/2025, mál nr. 4/2026, „Drög að reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga“. Umsagnarfrestur er til og með 22. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2026 - ný reglugerð um strandveiðar - 2026010014

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 9. janúar 2026, mál nr. 5/2026, „Drög að nýrri reglugerð um strandveiðar“. Umsagnarfrestur er til og með 23. janúar 2026. Jafnframt lögð fram til samþykktar drög að umsögn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn og felur bæjarstjóra að skila henni inn í samráðsgátt stjórnvalda.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - lög um lagareldi - 2025010004

Á 1353. fundi bæjarráðs, þann 29. desember 2025, var lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 22. desember 2025, mál nr. 252/2025, „Drög að frumvarpi til laga um lagareldi“. Umsagnarfrestur er til og með 26. janúar 2026.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að gera drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fram að nýju.

Er málið nú lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja það fram að nýju.

5.Fullnaðarafgreiðslur mála 2025 sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs - 2025120102

Lögð fram til kynningar árleg skýrsla sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs vegna fullnaðarafgreiðsla mála ársins 2025, sbr. viðauka 4 með samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 665 - 2601002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 665. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 8. janúar 2026.

Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?