Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1353. fundur 29. desember 2025 kl. 08:10 - 09:22 í fundarherbergi Vestfjarðarstofu
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir mætti til fundar í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2025-2026 - 2025120183

Lagt fram til kynningar erindi Leifs Arnkels Skarphéðinssonar, f.h. innviðaráðuneytis, dags. 19. desember 2025, þar sem tilkynnt er um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025/2026.
Einnig eru lagðar fram leiðbeiningar vegna samantektar og afgreiðslu á tillögum sveitarstjórna um sérstök skilyrði vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2025/2026.
Bæjarráð gerir ekki tillögu að efnislegri breytingu á úthlutun en felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram að nýju.

2.Sindragata 4b - Kæra byggingarleyfis des 2025 - 2025120143

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Ólafar Harðardóttur, fyrir hönd úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar frá 11. desember 2025 um að samþykkja byggingaráform Sindragötu 4B.
Lagt fram til kynningar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 22. desember 2025, mál nr. 252/2025, „Drög að frumvarpi til laga um lagareldi“.
Umsagnarfrestur er til og með 26. janúar 2026.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fram að nýju.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 22. desember 2025, mál nr. 253/2025, „Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, lögum um fiskrækt og lögum um fiskræktarsjóð“.

Umsagnarfrestur er til og með 26. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 22. desember 2025, mál nr. 258/2025, „Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, kostnaður o.fl.) og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (umsjón framkvæmda).“

Umsagnarfrestur er til og með 16. janúar 2026.
Bæjarráð fagnar frumvarpardrögum og felur bæjarstjóra að senda inn jákvæða umsögn.

6.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017

Lögð fram til kynningar fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2025.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 35 - 2512009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 17. desember 2025.

Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Hafnarstjórn - 266 - 2512016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 266. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 17. desember 2025.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Nefnd um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði - 1 - 2512014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar nefndar um framtíðarhúsnæði leik- og grunnskóla í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 17. desember 2025.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 10 - 2512020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn þann 22. desember 2025.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:22.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?