Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1351. fundur 08. desember 2025 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Birkir Helgason
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Snjómokstur 2025 - Ísafjörður, Hnífsdalur - 2025080078

Lagt er fram minnisblað deildarstjóra umhverfis- og eignasviðs um niðurstöður útboðs á snjómokstri fyrir Ísafjörð og Hnífsdal á tímabilinu 2025 til 2030, ásamt meðfylgjandi útboðsgögnum og minnisblaði Verkís þar sem gerð er grein fyrir uppröðun bjóðenda og tillögu um val á samningsaðilum. Lagt er til að bæjarráð vísi málinu til bæjarstjórnar til samþykktar, þannig að heimild fáist til að ganga til samninga og undirrita rammasamning við þá bjóðendur sem buðu lægsta verð í hverjum flokki og uppfylla kröfur útboðsgagna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ganga til samninga og samþykkja rammasamning við þá bjóðendur sem buðu lægsta verð í hverjum flokki og uppfylla kröfur útboðsgagna, í samræmi við tillögur í minnisblaði frá Verkís.
Eyþór Guðmundsson yfirgaf fund kl 08:30.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, deildarstjóri - mæting: 08:15

2.Rekstrarsamningur Félagsheimilisins Í Hnífsdal - 2025100001

Lagður fram til samþykktar nýr rekstrarsamningur Ísafjarðarbæjar við Björgunarsveitina Tinda, um félagsheimilið í Hnífsdal.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjan rekstrarsamning Ísafjarðarbæjar við Björgunarsveitina Tinda, um félagsheimilið í Hnífsdal.

3.Reglugerð um ráðstöfun afla í byggðakerfi - 2025120066

Lögð fram frétt af vef innviðaráðuneytisins um reglugerð um ráðstöfun afla í byggðakerfi, dags. 28. nóvember 2025. Jafnframt eru lögð fram gögn frá Vestfjarðastofu varðandi málið.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar lýsir alvarlegum áhyggjum af breytingum á byggðakerfi fiskveiðistjórnunarkerfisins sem kom fram í reglugerð frá 28. nóvember 2025. Fyrirséð er að mikil röskun verði á mörgum útgerðum og vinnslum vegna flutnings aflaheimilda og samdráttar afla yfir í strandveiðikerfið. Þar er heilsársstörfum fórnað fyrir störf hluta úr ári. Mótvægisaðgerðir, þar sem þorskur er bættur upp með öðrum tegundum, munu hafa lítil áhrif. Breytingarnar koma seint fram, og í ljósi þess að þær eru settar fram sem hluti af stærri breytingum, er afar skaðlegt að heildarmynd þeirra skuli ekki koma fram strax enda er fyrirsjáanleiki forsenda fyrir skynsamlegum rekstri.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur ráðherra til að draga breytingarnar til baka. Til vara að hann komi strax fram með heildarmynd breytinganna á byggðakerfinu og kynni í framhaldinu til hvaða aðgerða hann hyggst grípa til að ekki komi til þeirra uppsagna og byggðaröskunar sem nýjar reglur munu að óbreyttu valda.

4.Niðurfelling vega af vegaskrá - Engidalsvegur. - 2025120013

Lögð fram tilkynning Vegagerðarinnar dags. 26. nóvember 2025 vegna fyrirhugaðra niðurfellingar Engidalsvegar af vegaskrá.

Ísafjarðarbær er veittur andmælafrestur til 26. desember 2025.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

5.Niðurfelling vega af vegaskrá - Súgandafjarðarvegur - 2025120013

Lögð fram tilkynning Vegagerðarinnar dags. 26. nóvember 2025 vegna fyrirhugaðrar niðurfellingar Súgandafjarðarvegar af vegaskrá.

Ísafjarðarbær er veittur andmælafrestur til 26. desember 2025.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025 - 2025010004

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 5. desember 2025, mál nr. 242/2025 frá innviðaráðuneytinu, "Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025". Umsagnarfrestur er til og með 16. desember 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Stofnun innviðafélags - 2025010004

Lögð fram umsagnarbeiðni úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 5. desember 2025, mál nr. 243/2025 frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, "Stofnun innviðafélags". Umsagnarfrestur er til og með 22. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Stafrænt Ísland - samstarf sveitarfélaga - 2021010033

Lagt fram erindi Þórdísar Sveinsdóttir, sviðstjóra á þróunarsviði, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. desember 2025 vegna fjármögnunar stafræns samstarfs fyrir árið 2026.
Jafnframt eru lögð fram fjárhagsáætlun stafræns samstarfs vegna 2026 og áætluð framlög sveitarfélaga vegna stafræns samstarfs 2026, en framlag Ísafjarðarbæjar er kr. 1.146.457.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?