Bæjarráð

863. fundur 17. nóvember 2014 kl. 08:05 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fræðslunefnd 6/11. - 1411002F

350. fundur.
Lagt fram til kynningar.

2.Hafnarstjórn 11/11. - 1411010F

175. fundur.
Lagt fram til kynningar.

3.Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál 6/11. - 1410006F

5. fundur.
Lagt fram til kynningar.

4.Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

Lagður er fram til kynningar listi yfir verkefni bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.

5.Stefna vegna skiptingar lands í Neðri Breiðadal. - 2011110063

Lögð fram stefna, er lögð verður fram í Héraðsdómi Vestfjarða 19. nóvember nk., vegna skiptingar lands í Neðri Breiðadal.
Lagt fram til kynningar.

6.Laugar í Súgandafirði - vatnsréttindi - 2014110014

Lögð fram stefna, er lögð var fram í Héraðsdómi Vestfjarða 5. nóvember sl., vegna vatnsréttinda á jörðinni Laugum í Súgandafirði.
Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um afnot af snjóbíl í eigu Ísafjarðarbæjar - 2014110013

Lagt fram bréf Ólafs S. Kristjánssonar, f.h. Björgunarfélags Ísafjarðar, dagsett 2. nóvember sl., þar sem óskað er eftir afnotum af snjóbíl í eigu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, með því skilyrði að hann sé til staðar þegar þörf er fyrir hann á Þingeyri. Bæjarráð óskar þó eftir umsögn Íbúasamtakanna Átak áður en ákvörðun er tekin.

8.Innanríkisráðuneyti - Ýmis erindi 2013/2014 - 2013090050

Lagt er fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Eiríks Benónýssonar, f.h. Innanríkisráðuneytisins, dags. 10. nóvember sl., um skil á fjárhagsáætlun áranna 2015-2018.
Lagt fram til kynningar.

9.Söngkeppni framhaldsskólanna - styrkbeiðni - 2014110022

Lagt fram bréf Ísaks Emanúels Róbertssonar og Þóris Karlssonar, f.h. nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 6. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna söngkeppni framhaldsskólanna.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

10.Störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu - samstarfsverkefni VMST ÖBÍ og Þroskahjálpar - 2014110029

Lagt fram bréf Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, dagsett 10. nóvember sl., og varðar samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar, Öryrkjabandalags Íslands og Þroskahjálpar sem miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

11.Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur - 2013120028

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs varðandi greiðslur til LRÓ.
Bæjarráð staðfestir að greitt verði samkvæmt skilagreinum frá LRÓ. Greiðslur miðast við samsetningu launa starfsmanna LRÓ og nemendafjölda.

12.Hámarkshraði í Pollgötu og Krók - 2014110033

Lagður fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar, þar sem hann leggur til að skipulags- og mannvirkjanefnd skoði kosti og galla þess að hækka hámarkshraða í Pollgötu og Krók í allt að 50 km/klst.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

13.10 ára afmæli Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands - 2014110037

Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

14.Grenjavinnsla 2014 - 2014020082

Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál vísar bókun sinni til bæjarráðs.
Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar og neitar að semja við ríkið á þeim forsendum sem gengið er út frá, þar sem framlag ríkisins hefur á fáum árum lækkað úr 50% niður í 10% en það hlutfall telur bæjarráð algjörlega óviðunandi.

15.Áheyrnarfulltrúar framsóknarflokks í nefndum - 2014060094

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 13. nóvember sl., vegna greiðslna til áheyrnarfulltrúa í nefndum.
Bæjarráð frestar málinu.

16.Kjarasamningaviðræður við tónlistarkennara - 2014110008

Lögð eru fram til kynningar eftirfarandi bréf:
a) áskorun frá STS Samtökum tónlistarskólastjóra varðandi verkfall tónlistarskólakennara, dags. 10. nóvember sl.
b) minnisblað frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 11. nóvember sl.
c) ályktun fundar félagsmanna Félags tónlistarskólakennara, frá 12. nóvember sl.
d) bréf frá Félagi tónlistarskólakennara, dags. 14. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.

17.Endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál - tillaga til þingsályktunar - 2014110026

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 10. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili.
Bæjarráð vísar beiðninni um umsögn til félagsmálanefndar.

18.Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, 305. mál - umsagnarbeiðni - 2014110034

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 12. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum.
Bæjarráð vísar beiðninni um umsögn til skipulags- og mannvirkjanefndar.

19.Lagning raflína, 321. mál, tillaga til þingsályktunar - umsagnarbeiðni - 2014110035

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 12. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í lagningu raflína.
Bæjarráð vísar beiðninni um umsögn til skipulags- og mannvirkjanefndar.

20.Frumvarp til breytinga á vegalögum - 2014110036

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 13. nóvember sl., og frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsettur 14. nóvember sl., og varða breytingu á vegalögum.
Bæjarráð vísar beiðninni um umsögn til skipulags- og mannvirkjanefndar.

21.Atvinnumálanefnd 13/11. - 1411006F

122. fundur
Lagt fram til kynningar.

22.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum 13/11. - 1411011F

129. fundur.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?