Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Bæjarstjóri situr fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2024-2025 - 2024020041
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8:36
Gestir
- Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10
2.Trúnaðarmál í bæjarráði - 2025110048
Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarráð.
Trúnaðarmál kynnt fyrir bæjarráði.
3.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2026 - 2025100061
Á 1343. fundi bæjarráðs, þann 13. október 2025, var lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 10. október 2025, varðandi samantekt um fasteignagjöld og fasteignamat ársins 2026 til samanburðar við fyrri ár.
Bæjarráð samþykkti að við áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026 veri gengið út frá óbreyttu hlutfalli fasteignaskatts frá árinu 2025, og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram út frá því. Málið skyldi lagt aftur fram til samþykktar síðar í fjárhagsáætlunarferlinu.
Er málið lagt aftur fram til töku ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda ársins 2026.
Bæjarráð samþykkti að við áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026 veri gengið út frá óbreyttu hlutfalli fasteignaskatts frá árinu 2025, og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram út frá því. Málið skyldi lagt aftur fram til samþykktar síðar í fjárhagsáætlunarferlinu.
Er málið lagt aftur fram til töku ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda ársins 2026.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða áhrif lækkunar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og leggja gögn fyrir bæjarráð á nýjan leik.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 10:00
4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 23 - ný staðgreiðsluáætlun - 2025020006
Lagður fram til samþykktar viðauki 23 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna nýrrar staðgreiðsluáætlunar 2025.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning afgangs um 147.000.000,-,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 147.000.000 eða breytt afkoma úr neikvæðri afkomu upp á 142.500.000,- í jákvæða afkomu upp á 4.500.000,-,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 147.000.000,- eða hækkun afkomu úr 607.800.000 í kr. 754.800.000.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning afgangs um 147.000.000,-,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 147.000.000 eða breytt afkoma úr neikvæðri afkomu upp á 142.500.000,- í jákvæða afkomu upp á 4.500.000,-,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 147.000.000,- eða hækkun afkomu úr 607.800.000 í kr. 754.800.000.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 23 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna nýrrar staðgreiðsluáætlunar 2025.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning afgangs um 147.000.000,-,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 147.000.000 eða breytt afkoma úr neikvæðri afkomu upp á 142.500.000,- í jákvæða afkomu upp á 4.500.000,-,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 147.000.000,- eða hækkun afkomu úr 607.800.000 í kr. 754.800.000.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning afgangs um 147.000.000,-,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er jákvæð um 147.000.000 eða breytt afkoma úr neikvæðri afkomu upp á 142.500.000,- í jákvæða afkomu upp á 4.500.000,-,
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 147.000.000,- eða hækkun afkomu úr 607.800.000 í kr. 754.800.000.
5.Ársfjórðungsuppgjör 2025 - 2025050010
Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 6. nóvember 2025, um niðurstöðu þriðja ársfjórðungs 2025 ásamt stöðu framkvæmda og viðhalds í lok þriðja ársfjórðungs.
Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 1.179 m.kr. fyrir janúar til september 2025. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 1.120 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 59 m.kr. hærri en áætlað var á þriðja ársfjórðungi.
Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 1.179 m.kr. fyrir janúar til september 2025. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 1.120 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 59 m.kr. hærri en áætlað var á þriðja ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgaf fund kl. 10.20.
6.Öryggismál á Skutulsfjarðarbraut - 2025110047
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarstjóra.
Mikil umræða hefur skapast um öryggismál á Skutulsfjarðarbraut í kjölfar slyss sem varð 24. október 2025, er bíll hafnaði í sjónum. Mikilvægt er að leita leiða til úrbóta og bæta öryggi vegfarenda, s.s. með vegriði eða öðrum öryggisbúnaði, með Vegagerðinni.
Mikil umræða hefur skapast um öryggismál á Skutulsfjarðarbraut í kjölfar slyss sem varð 24. október 2025, er bíll hafnaði í sjónum. Mikilvægt er að leita leiða til úrbóta og bæta öryggi vegfarenda, s.s. með vegriði eða öðrum öryggisbúnaði, með Vegagerðinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með Vegagerð vegna málsins.
7.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111
Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 24. október og 7. nóvember 2025, um launakostnað fyrir janúar til september og janúar til október árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
8.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2025 - 2025040016
Lögð fram til kynningar er fundargerð 91. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 19. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.
Formaður leggur fram tillögu um að málið sé tekið inn á dagskrá með afbrigðum. Tillagan samþykkt samhljóða.
9.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - 2025010152
Mál tekið á dagskrá með afbrigðum.
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 30. október 2025, vegna umsóknar Jónínu Hrannar Símonarsóttur, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Hjónaballs í Félagsheimili Þingeyrarhrepps sem haldið verður þann 15. nóvember 2025.
Jafnframt lögð fram umsögn eldvarnareftirlits dags. 10. nóvember 2025, þar sem veitt er leyfi fyrir 150 manns.
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 30. október 2025, vegna umsóknar Jónínu Hrannar Símonarsóttur, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga vegna Hjónaballs í Félagsheimili Þingeyrarhrepps sem haldið verður þann 15. nóvember 2025.
Jafnframt lögð fram umsögn eldvarnareftirlits dags. 10. nóvember 2025, þar sem veitt er leyfi fyrir 150 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna Hjónaballs í Félagsheimili Þingeyrarhrepps sem haldið verður þann 15. nóvember 2025.
10.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 8 - 2510025F
Lögð fram til kynningar 8. fundargerð nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?