Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Gylfi Ólafsson mætti til fundar í gegnum fjarfundarbúnað í samræmi við 14. grein samþykktar Ísafjarðarbæjar.
1.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - umsóknir 2025 - úthlutun 2026 - 2025100056
Á 1343. fundi bæjarráðs, þann 13. október 2025, var lagt fram erindi Steinunnar Ásu Sigurðardóttur, verkefnastjóra Vestfjarðastofu, dags. 10. október 2025, þar sem bent var á að búið er að opna fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2026.
Bæjarráð ræddi tillögur að verkefnum og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð um miðjan október.
Er málið nú lagt fram á nýjan leik en nú er lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á umhverfis- og eignarsviðs dags. 22. október, þar sem gerð er grein fyrir stöðu uppbyggingarverkefna sveitarfélagsins sem eru á áfangastaðaáætlun Ísafjarðarbæjar og þeim styrkjum sem tengjast Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Lagt er til að bæjarráð samþykki að Ísafjarðarbær sæki ekki um styrki til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða árið 2025. Tíminn fram að næsta styrkjatímabili verði nýttur til að undirbúa verkefni og betri umsóknir með skýrri framtíðarsýn. Sú vinna fari fram í samræmi við uppfærða áfangastaðaáætlun Vestfjarða og markmið sjóðsins.
Meðfylgjandi eru einnig drög til kynningar að lokaskýrslu vegna styrktarverkefnisins "Náttúrustígur upp í Naustahvilft, sem unnið var með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er nú lokið.
Bæjarráð ræddi tillögur að verkefnum og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð um miðjan október.
Er málið nú lagt fram á nýjan leik en nú er lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, deildarstjóra á umhverfis- og eignarsviðs dags. 22. október, þar sem gerð er grein fyrir stöðu uppbyggingarverkefna sveitarfélagsins sem eru á áfangastaðaáætlun Ísafjarðarbæjar og þeim styrkjum sem tengjast Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Lagt er til að bæjarráð samþykki að Ísafjarðarbær sæki ekki um styrki til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða árið 2025. Tíminn fram að næsta styrkjatímabili verði nýttur til að undirbúa verkefni og betri umsóknir með skýrri framtíðarsýn. Sú vinna fari fram í samræmi við uppfærða áfangastaðaáætlun Vestfjarða og markmið sjóðsins.
Meðfylgjandi eru einnig drög til kynningar að lokaskýrslu vegna styrktarverkefnisins "Náttúrustígur upp í Naustahvilft, sem unnið var með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og er nú lokið.
Bæjarráð samþykkir að Ísafjarðarbær sæki ekki um styrki til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða árið 2025. Tíminn fram að næsta styrkjatímabili verði nýttur til að undirbúa verkefni og betri umsóknir með skýrri framtíðarsýn. Sú vinna fari fram í samræmi við uppfærða áfangastaðaáætlun Vestfjarða og markmið sjóðsins.
Eyþór Guðmundsson yfirgaf fund kl 08:27.
Gestir
- Eyþór Guðmundsson, deildarstjóri á umhverfis- og eignarsviði - mæting: 08:10
- Axel Rodriques Överby, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10
2.Endurnýjun samnings vegna leigu á rými fyrir aðgerðastjórn - 2025100189
Lagður fram til samþykktar endurnýjun samnings vegna leigu á rými Ísafjarðarbæjar fyrir aðgerðastjórn almannavarna.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun samnnings vegna leigu á rými Ísafjarðarbæjar fyrir aðgerðarstjórn almannavarna.
3.Tímabundinn leigusamningur slökkviliðs í Guðmundarbúð - 2025100190
Lagður fram til samþykktar tímabundinn leigusamningur slökkviliðs í Guðmundarbúð, frá 1. nóvember 2025, í tvö ár, eða þar til slökkvistöð rís.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tímabundinn leigusamning slökkviliðs í Guðmundarbúð.
Axel R. Överby yfirgaf fund kl 08:31.
4.Sjúkraflutningar endurnýjun samnings 2025 - 2025070057
Lagður fram til samþykktar endurnýjun samnings um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjaðan samning um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
5.Ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaga EBÍ - 2025100178
Lagt fram til kynningar erindi Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjórar, f.h. Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dags. 28. október 2025 þar sem kynnt er ágóðaútgreiðsla til aðildarsveitarfélaga Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Lagt fram til kynningar.
6.Þjónusta sveitarfélaga - Gallup - 2025100192
Lagt fram erindi Jónu Karenar Sverrisdóttir, viðskiptastjóra f.h. Gallup dags. 11. september 2025, þar sem kynnt er árleg þjónustukönnun Gallup meðal stærstu sveitarfélaga landsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
7.Viðræður um heildarsamning við STEF - 2025100124
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 21. október 2025 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort að Samband íslenskra sveitarfélaga vinni að heildarsamning við STEF um gerð rammasamnings um greiðslur leyfisgjalda fyrir leyfi til flutnings tónlistar hjá sveitarfélögum landsins og stofnunum þeirra.
Jafnframt er lagt fram minnisblað dags 4. september 2025 um möguleika á heildarsamningi við STEF.
Jafnframt er lagt fram minnisblað dags 4. september 2025 um möguleika á heildarsamningi við STEF.
Bæjarráð felst á að Samband íslenskra sveitarfélaga verði í forsvari fyrir sveitarfélagið í samningaviðræðum við STEF.
8.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017
Lögð fram til kynningar fundargerð 987. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundur var haldinn 21. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
9.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 8 - 2506002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldinn var 3. júní 2025.
Fundargerðin er í 1. lið.
Fundargerðin er í 1. lið.
Lagt fram til kynningar.
10.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 9 - 2506019F
Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldin var 25. júní 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.
11.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 10 - 2507008F
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða en fundur var haldinn þann 9. júlí 2025.
Fundargerðin er í 1. lið.
Fundargerðin er í 1. lið.
Lagt fram til kynningar.
12.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 11 - 2510023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar Framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða en fundur var haldinn 29. október 2025
Fundargerðin er í 3. liðum.
Fundargerðin er í 3. liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:55.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?