Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
861. fundur 07. nóvember 2014 kl. 12:00 - 13:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015 - 2014090033

Bæjarráði var falið að klára tillögur að breytingum að reglugerð um úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögur að breytingum á reglugerð um úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ fiskveiðiárið 2014/2015:
- 30% verði skipt jafnt, þó ekki meira en viðkomandi landaði á fyrra fiskveiði ári, nema frístundabátar (Flateyri, Þingeyri, Suðureyri)
- landa megi hvar sem er í sveitarfélaginu til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.
- frístundabátar 2,0 tonn per bát
- a-liður og b-liður verði áfram (um frístundabáta og um lögheimili á Ísafirði þess sem landar á Suðureyri)

2.Tilboð í innréttingar - Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Inntré ehf. á grundvelli frávikstilboðs að upphæð kr. 54.385.300,-.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

3.Tilboð í frágang lóðar - Hjúkrunarheimili á Ísafirði - 2011120009

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Kubb ehf. á grundvelli tilboðsins að upphæð kr. 60.732.965,-.
Bæjarráð samþykkir tillögu nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?