Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Notendaráð fatlaðra á Vestfjörðum 2025 - 2025010306
Lagt fram erindi Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 3. september 2025, varðandi tilnefningu fulltrúa aðildarsveitarfélaga Velferðarþjónustu Vestfjarða í notendaráð fatlaða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kjósa Nanný Örnu Guðmundsdóttur sem aðalfulltrúa, og Jóhann Birki Helgason sem varafulltrúa þjónustusvæðis Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks innan Velferðarþjónustu Vestfjarða.
2.70. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2025030105
Lagt fram til kynningar erindi Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 4. september 2025, varðandi þingskjöl og gögn fjórðungsþings sem haldið er 16. og 17. september 2025.
Lagt fram til kynningar.
3.Ísland ljóstengt - Viðbótarstyrkur 2024 - 2024070068
Lögð fram til kynningar fyrsta stöðuskýrsla Snerpu vegna Ísland ljóstengt 2.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017
Lögð fram til kynningar fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundur var haldinn 29. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.
5.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 29 - 2509001F
Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 3. september 2025.
Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?