Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
862. fundur 10. nóvember 2014 kl. 08:00 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Endurnýjun samnings við Rannsóknir og greiningu - 2014110016

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dags. 6. nóvember sl., um endurnýjun samnings þar sem keyptar eru niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ af Rannsóknum og greiningu, ásamt drögum að samningnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að endurnýja samninginn við Rannsóknir og greiningu vegna rannsóknar á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ.

2.Stillum saman strengi - 2014110015

Lagt er fyrir minnisblað Margrétar Halldórsdóttir, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 7. nóvember sl., þar sem gerð er grein fyrir verkefninu Stillum saman strengi sem snýst m.a. um skimanir í leik- og grunnskólum sem mun þýða meiri aðkomu skólaskrifstofu en áður að skólanum. Jafnframt eru lögð fram drög að verktakasamningi um skólaþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu Stillum saman strengi og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við skólaþjónustu Reykjanesbæjar vegna verkefnisins.

3.Málefni kirkjugarða - 2013100065

Lagt er fram bréf Björns Baldurssonar, formanns sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar, dags. 20. október sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær leggi sókninni lið við hirðingu garðanna á árinu 2015.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda innanríkisráðuneytinu áskorun vegna málsins í samráði við formann sóknarnefndar Ísafjarðarsóknar.

4.Nýbúafræðsla skólaárið 2014/2015 - 2014090010

Lagt er fram til kynningar bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29. október sl., varðandi úthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Fatlaðir nemendur í grunnskólum skólaárið 2014/2015 - 2014090009

Lagt er fram til kynningar bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 29. október sl. varðandi áætlaða úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2013.
Lagt fram til kynningar.

6.Útboð á fjármögnun Eyrar Hjúkrunarheimilis - 2014090018

Lagt er fram minnisblað um útreikning á sjóðsstreymi verkefnis um Hjúkrunarheimilið Eyri ásamt útreikningum og umfjöllun um fjármögnun til 20 ára samanborið við 40 ár.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

7.Fjárhagsáætlun 2015 - 2014080027

Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
Fjármálastjóri mætti undir þessum lið og gerði grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun ársins 2015.

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, mætti til fundarins kl. 09:10 og gerði grein fyrir breytingum á þeim sviðum sem falla undir hennar ábyrgð í fjárhagsáætlun. Margrét Halldórsdóttir yfirgaf fundinn kl. 09:48.

Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn kl. 09:30.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætti til fundarins kl. 09:48 og gerði grein fyrir breytingum á þeim sviðum sem falla undir hans ábyrgð í fjárhagsáætlun. Jóhann Birkir yfirgaf fundinn kl. 11:00.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, gerði grein fyrir þeim breytingum á þeim sviðum sem falla undir hennar ábyrgð í fjárhagsáætlun.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?