Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 2025020006
Lagður fram til samþykktar viðauki 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna tilfærslu verkefna á framkvæmdaáætlun vegna styrkja frá Fiskeldissjóði.
Fiskeldissjóður úthlutaði styrkjum þann 19. maí síðastliðinn til tveggja verkefna hjá Ísafjarðarbæ að samanlagt 76.660.000,-.
Annars vegar til slökkvistöðvar kr.
44.840.000 og hins vega til Torfnes upphitun aðalvallar kr. 31.820.000,-
Bygging slökkvistöðvar var þegar á áætlun og lækkar því áætlaður kostnaður sem í verkefnið fer á þessu ári. Torfnes upphitun aðalvallar er nýtt verkefni og er áætlað að kostnaður Ísafjarðarbæjar við það verkefni verði 21.400.000.
Áhrif viðaukans á framkvæmdaráætlun og rekstur Ísafjarðarbæjar er því kr. 0 og rúmast þessi verkefni innan núverandi áætlunar.
Áhrif viðaukans á framkvæmdir og á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.000.000.
Fiskeldissjóður úthlutaði styrkjum þann 19. maí síðastliðinn til tveggja verkefna hjá Ísafjarðarbæ að samanlagt 76.660.000,-.
Annars vegar til slökkvistöðvar kr.
44.840.000 og hins vega til Torfnes upphitun aðalvallar kr. 31.820.000,-
Bygging slökkvistöðvar var þegar á áætlun og lækkar því áætlaður kostnaður sem í verkefnið fer á þessu ári. Torfnes upphitun aðalvallar er nýtt verkefni og er áætlað að kostnaður Ísafjarðarbæjar við það verkefni verði 21.400.000.
Áhrif viðaukans á framkvæmdaráætlun og rekstur Ísafjarðarbæjar er því kr. 0 og rúmast þessi verkefni innan núverandi áætlunar.
Áhrif viðaukans á framkvæmdir og á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.000.000.
Edda María yfirgaf fund kl. 08:14.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:10
2.Umhverfis- og eignasvið - þjónustumiðstöð innri málefni - 2025060166
Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. júní 2025, um innri málefni sviðsins og skipulag og rekstur þjónustumiðstöðvar.
Lagt fram til kynningar.
3.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - Suðurtangi 2 - 2025010152
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 26. maí 2025, vegna umsóknar Vestfirska sölufélagsins um leyfi til reksturs Veitnigaleyfis flokkur III- E Kaffihús í Suðurtanga 2.
Jafnframt lögð fram neikvæð umsögn byggingafulltrúa vegna umsóknarinnar, þar sem sú fasteign sem um ræðir er skráð sem verkstæði (514-Iðnaður) og þarf því að fara fram umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar húsnæðisins áður en hægt er að gefa
jákvæða umsögn um rekstur sem þennan í húsinu.
Þær teikningar sem fylgja umsagnarbeiðni sýslumanns sýna grunnmynd húsnæðis sem ekki
uppfylla þær kröfur sem ætlast er til skv. byggingarreglugerð þegar kemur að notkun sem þessari.
Gera má ráð fyrir grenndarkynningu til nálægra húseiganda áður en til samþykktar
byggingarleyfis kemur.
Jafnframt lögð fram neikvæð umsögn byggingafulltrúa vegna umsóknarinnar, þar sem sú fasteign sem um ræðir er skráð sem verkstæði (514-Iðnaður) og þarf því að fara fram umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar húsnæðisins áður en hægt er að gefa
jákvæða umsögn um rekstur sem þennan í húsinu.
Þær teikningar sem fylgja umsagnarbeiðni sýslumanns sýna grunnmynd húsnæðis sem ekki
uppfylla þær kröfur sem ætlast er til skv. byggingarreglugerð þegar kemur að notkun sem þessari.
Gera má ráð fyrir grenndarkynningu til nálægra húseiganda áður en til samþykktar
byggingarleyfis kemur.
Ísafjarðarbær tekur undir umsögn byggingafulltrúa og telur ekki rétt að samþykkja umsókn um rekstrarleyfi vegna Kaffihúss að Suðurtanga 2, að svo stöddu.
4.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - Gullkistan - 2025010152
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 20. júní 2025, vegna umsóknar Sigríðar Ólafar Kristjánsdóttur, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði, vegna sýningarinnar Gullkistan Vestfirðir. Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, þar sem fallist er á að veitt verði leyfi fyrir 500 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis vegna Gullkistunnar Vestfjörðum.
5.Arctic Fish - flutningur starfsstöðvar frá Þingeyri - 2025060161
Lagt fram til kynningar erindi Daníels Jakobssonar, dags. 27. júní 2025, þar sem tilkynnt er um flutning starfsstöðvar félagsins á Þingeyri til Ísafjarðar nætkomandi haust.
Flutningur starfa Arctic Fish frá Þingeyri til Ísafjarðar er mikið áfall fyrir Þingeyringa. Hlutverk sveitarfélagsins er að hlúa að samfélaginu í firðinum og það getur til dæmis gerst í gengum mikilvægt starf Blábankans. Sveitarfélagið mun fylgjast með þróun mála og hlusta á sjónarmið íbúa.
6.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2024-2025 - 2025010229
Lögð fram til samþykktar yfirlýsing um vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025.
Bæjarráð staðfestir meðfylgjandi yfirlýsingu um vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025.
7.70. Fjórðungsþing Vestfirðinga - 2025030105
Lögð fram til kynningar boðun Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Vestfjarðastofu, dags. 26. júní 2025, á 70. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti, en þingið verður haldið í Félagsheimilinu Hnífsdal, 16.-17. september 2025.
Lagt fram til kynningar.
8.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111
Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 23. júní 2025, um launakostnað fyrir janúar til maí árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
9.Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda - 2025060129
Lagt fram til kynningar erindi frá Þóri Haukssyni Reykdal, f.h. Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 23. júní 2025, þar sem kynnt er samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
Jafnframt eru lögð fram Skýrsla sérfræðingateymis um málefni barna með fjölþættan vanda, Skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda, Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um börn með fjölþættan vanda og Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.
Jafnframt eru lögð fram Skýrsla sérfræðingateymis um málefni barna með fjölþættan vanda, Skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda, Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um börn með fjölþættan vanda og Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram til kynningar.
10.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2025 - hækkun veiðigjalda - 2025040016
Lagt fram til kynningar erindi Bryndísar Gunnlaugsdóttur, f.h. stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dags 20. júní 2025 þar sem kynnt er bókun stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá stjórnarfundi þann 19. júní 2025. Efni bókunarinnar snýr að frumvarpi um hækkun veiðigjalda.
Jafnframt er lögð fram uppfærð greining KPMG í samræmi við breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar á Alþingi um frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld.
Jafnframt er lögð fram uppfærð greining KPMG í samræmi við breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar á Alþingi um frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld.
Lagt fram til kynningar.
11.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir og ýmis erindi 2025 - ársreikningur 2024 - 2025040016
Lagt fram til kynningar erindi Bryndísar Gunnlaugsdóttur, f.h. stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 24. júní 2025, þar sem kynntur er ósamþykktur ársreikningur 2024.
Lagt fram til kynningar.
12.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 26 - 2506025F
Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 24. júní 2025.
Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áhrif viðaukans á framkvæmdir og á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000. Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.000.000.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.