Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1328. fundur 02. júní 2025 kl. 08:10 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sólborg - endurnýjun lóðar 2025 - 2025050196

Lagt fram minnisblað Smára Karlssonar, verkefnisstjóra á umhverfis- og eignasviði, dags. 27. maí 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til næstu skrefa vegna endurnýjunar lóðar við leikskólann Sólborg.
Bæjarráð samþykkir að verkið fari í útboð miðað við fyrirliggjandi hönnun.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Krambúð í Neðstakaupstað. Húsaleiga 2025 - 2025050223

Lögð fram beiðni Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, móttekið 21. maí 2025, þar sem óskað er eftir að fá Krambúðina í Neðstakaupstað til leigu fyrir starfsemi safnsins þegar núverandi leigusamningi lýkur.



Jafnframt lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. maí 2025, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir beiðni forstöðumanns, enda hefur stjórn Byggðasafnsins samþykkt ráðstöfunina á fundi sínum mánudaginn 19. maí 2025.

Bæjarráð vísar málinu til kynningar í menningarmálanefnd.

3.Grunnskólinn Flateyri - Þakendurbætur 2025 - 2025050195

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí 2025, varðandi opnun tilboða í þakendurbætur Grunnskólans á Flateyri. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Bæjarráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda, Vestfirskra verktaka, að fjárhæð kr. 31.325.400.

4.Staðan á lyftubúnaði og tækjum á skíðasvæðinu - 2025 - 2025010087

Á 23. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var þann 21. maí 2025, vísaði nefndin máli varðandi uppbyggingu á skíðasvæðinu í Ísafjarðarbæ 2026-2031 til bæjarráðs til umsagnar. Lagt er fram minnisblað Ragnars Högna Guðmundssonar, forstöðumanns skíðasvæðisins, dags. 19 maí 2025 varðandi uppbyggingu svæðisins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og þakkar góða kynningu. Ísafjarðarbær er skíðabær og Tungudalur eina svigskíðasvæðið á Vestfjörðum.

Bæjarráð telur mikilvægt að horft verði einnig til frekari notkunar á neðri Tungudal fyrir skíðagöngu samhliða uppfærslu á efri Tungudal fyrir svigskíði. Þá telur bæjarráð mikilvægt að vinna málið frekar og útbúinn verði viðauki til samþykktar vegna nauðsynlegra viðhaldsverkefna ársins. Næsta skref verður að áfangaskipta verkinu til framtíðar í framkvæmdaáætlun, enda hefur bæjarráð fullan hug á að Ísafjarðarbær verði áfram skíðabær til framtíðar í heilsueflandi samfélagi.
Ragnar Högni og Axel Överby yfirgáfu fund kl. 9:15.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:40
  • Ragnar Högni Guðmundsson, forstöðumaður skíðasvæðisins - mæting: 08:40

5.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum 2025 - reglur - 2025040047

Á 23. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var þann 21. maí 2025, vísaði nefndin nýjum úthlutunarreglum um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum til íþróttafélaga og almennings til umsagnar í bæjarráði. Nefndin lagði til við bæjarráð að ef engar efnislegar athugasemdir væru gerðar við reglurnar þá yrði þeim vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.



Hér er málið því lagt fram og óskað efnislegrar umsagnar bæjarráðs eða samþykktar og tilvísun til bæjarstjórnar.
Bæjarráð leggur til við bæjastjórn að samþykkja nýjar úthlutunarreglur um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum til íþróttafélaga og almennings.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9:30.

6.Fiskeldissjóður 2025 - 2025020199

Lagt fram til kynningar erindi Lilju Hrannar Önnudóttir Hrannarsdóttir f.h. Atvinnuvegaráðuneytisins, dags. 26. maí 2025 um úthlutanir úr Fiskeldissjóð árið 2025. Jafnframt eru lögð fram umsóknir sem hljóta ekki styrk og umsóknir sem hljóta styrk.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9:40.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:30

7.Starfsendurhæfing Vestfjarða - Ársfundur 2025 - 2025050185

Lagt fram erindi Hörpu Lindar Kristjánsdóttir, f.h. Starfsendurhæfingar Vestfjarða vegna ársfundar Starfsendurhæfingat Vestfjarða. Jafnframt eru lögð fram ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða, ársreikningur 2024 og dagskrá ársfundar.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í velferðarnefnd.

8.Hafnarstjórn - 262 - 2505025F

Lögð fram fundargerð 262. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 28. maí 2025.



Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?